Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 45

Andvari - 01.01.1980, Side 45
andvari FRANZ SCHUBERT 43 konan, sem fór með hlutverk Iphigeníu, Anna Milder, hreif hann svo mjög með einni aríunni, að við lá, að hann lenti eftir sýninguna í handalögmáli inni á mat- sölustað við prófessor nokkurn, er þar sat og hallmælti söngkonunni í eyru hins hrifna unglings. Göfug tónlist var honum heilagt mál. Spaun kynnti Schubert fyrir vinum sínum, þeirra á meðal skáldunum Theodor Körner og Johann Mayrhofer, sem síðar varð honum mjög handgenginn. Meðal fyrstu vina Schuberts má einnig telja Franz v. Schober, Svía af austurrísku for- eldri (hann orti síðar ljóðið ,,An die Musik“, sem Schubert gerði fleygt með tón- um sínum). Þeir hændust allir að honum sakir tónskáldskapargáfu hans og mynduðu síðar, er þeim fjölgaði, vinahring, sem varð honum traust og hald í þessu lífi. Faðir Schubert hafði af því áhyggjur, hve mjög sonurinn lét tónlistina sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum hagnýtari námsgreinum, sem hann taldi vera, og veitti honum oft ákúrur, ef honum þóttu einkunnir lágar í þeim greinum. Hann vildi koma syni sínum til manns sem kennara eins og hann var sjálfur. En ekkert dugði, drengurinn fór sínu fram, gat ekki annað, og varð faðirinn að láta sér það lynda. Hann kom því þó loks til leiðar, að Franz færi á kennaranámskeið og ^yggi sig undir að gerast barnakennari við skólann í Lichtenthal, sem hann stýrði. Var þá lokið dvöl piltsins og námi í „konviktinu", heimavistarskóla hirð- kórssöngvaranna. Schubert varð þá aðstoðarkennari föður síns og veitti byrjendum tilsögn, - átti ekki annars kost. Hann var þá 17 ára. Schubert hélt samt áfram að semja sönglög og aðrar tónsmíðar; í hjáverk- um varð til þetta sama ár, meðal annarra verka, sönglagið „Gretchen am Spinnrade“ („Gréta við rokkinn“), við Ijóð Goethes úr „Faust”. Schubert samdi þá líka sína fyrstu Messu, sem var flutt í kirkjunni í Lichtenthal, og söng ung stúlka úr sókninni, Therese Grob, sópranhlutverkið. Hún varð til þess að vekja fyrstu ást tónskáldsins. En það átti ekki fyrir honum að liggja að eiga hana eða nokkra konu aðra. Therese giftist síðar bakarameistara, og saknaði Schubert hennar sárt og lengi. Árið 1815 - Schubert var þá enn ástbundinn Therese - varð mikið ljóða- og söngvaár. Hann samdi alls 144 sönglög á því eina og sama ári, þeirra á meðal .,FIeiðarrósina“ og „Álfakónginn“ við Ijóð Goethes. Spaun hefir af því sögu að segja, hvernig „Álfakóngurinn“ varð til: „Við fórum eitt sinn, Mayrhofer og ég, síðla dags til Schuberts, sem hélt þá til hjá föður sínum í Himmelpfortgrund. Við sóttum að honum æðandi um gólf með bók í hendi, braglesandi upphátt úr bókinni kvæðið „Erlkönig". Allt í einu settist hann niður og gerði, jafnhratt og hann gat skrifað það niður, lag við þessa dýrðlegu ballöðu. Við flýttum okkur með blaðið yfir í skólann okkar til þess að fara yfir lagið þar, því að í húsi Schuberts var ekkert píanó. í skólanum var „Álfakóngurinn" sunginn þetta sama kvöld við mikla hrifningu allra viðstaddra. Ruczizka gamli, organistinn, settist niður við hljóðfærið og spilaði hvað hann gat
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.