Andvari - 01.01.1980, Page 48
46
ÁRNI KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Schubert leiktir fyrír vini sína. Næsttir honum situr söngvarínn Michael Vogl.
Mynd eftir Morítz v. Schwind.
dansi, upp úr sér og af fingrum fram, valsa eður skozka, sem þá voru í tízku.
Líkaði honum sjálfum eða einhverjum vininum eitthvað af þessu, átti hann til að
endurtaka það og festa þannig sér í minni til að geta skrifað það upp síðar. Við
höfum þessum stundum að þakka fyrir marga þá unaðslegu dansa, þýzka dansa,
valses nobles, Landler, Ecossaises o. s. frv., sem eftir hann liggja. Schubert dansaði
aldrei sjálfur.
Þessar „Schubertiaden“ eða Schubertsamkomur voru hans fagnaðarstundir.
En hvort heldur hann var hrókur alls fagnaðar á slíkum gleðistundum eða hann
átti í stríði við vofur hversdagsleikans, var hann alltaf sem af öðrum heimi. „Mér
finnst stundum ég ekki vera á þessari jörð,“ varð honum eitt sinn að orði. Það
minnir á orð Beethovens: „Mitt ríki er í loftinu!“ Utanfrá séð virtist tilvera hans
vissulega oft grá. Hann gat ekki séð fyrir sér sjálfur nema að litlu leyti og var
ófær um að ráða bót á því af eigin rammleik. Faðir hans beið þess, að hann
gæfist upp á „listamannslífinu“ og gerðist aftur kennari hjá sér, en Schubert
hefði fyrr viljað svelta í hel en svíkja sönggyðju sína. Þá var illskárra að vera
gustukamaður, búa hjá vinum, láta þá borga mat og vín fyrir sig úti á veitinga-
húsum og bíða þess, að verk hans yrðu svo þekkt, að útgefendur sæju sér hag í
því að gefa þau út. En á því virtist ætla að verða nokkur bið. Þeir báru því