Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 49
ANDVARI
FRANZ SCHUBERT
47
ýmist við, að ekki þýddi að reyna að selja kvartetta eftir byrjanda, ellegar sönglög,
sem voru svo erfið viðfangs, að engin heimasæta gæti ráðið við þau. Hans tími
var ekki kominn, og á meðan var ekki um annað að ræða en þola og þreyja.
Og semja lög eftir því sem andinn innblés honum. Við sjáum hann sitja hokinn
við skrifborðið grúfandi nærsýnan yfir nótnablöðunum, með gleraugun á sínu
litla þúfunefi, ávalan á bakið, lágvaxinn mann, feitlaginn, með mikið, hrokkið
brúnleitt hár, lágt enni og loðnar brýn. Schubert var ekki fríður maður, enginn
Adonis, ekkert kvennagull, ónei, hann var klaufi í umgengni og tilkomulítill
ásýndar, útlit hans vakti ekki eftirtekt nema fyrir eitt: - Augun! Augun ljómuðu,
svo að af þeirn lýsti, og komst enginn, sem kynni hafði af honum, hjá því að fá
ást á honurn fyrir þá hlýju, sem frá þeirn stafaði. Sálin, sem í þessum fremur
klunnalega líkama bjó, var guðleg og ódauðleg, það þóttust allir vissir um. Því
gat hann verið lítillátur án þess að fyrirverða sig, og þessvegna gerðu vinir hans
allt fvrir hann, sem í þeirra valdi stóð.
Við skulum nú hverfa aftur til þess tíma og staðar, er við hittum Vogl með
þeim Schober og Schubert. Annar vinur, tónlistarmaðurinn Anselm Hutten-
brenner, kemur því til leiðar, að Schubert er ráðinn tónlistarkennari til Esterhazy
greifa í Zelész í Ungverjalandi og á að segja dætrum hans tveim, Maríu 15 vetra
og Karolínu 13 vetra, til í píanóleik og söng. Þetta er um sumarið 1818, og þiggur
Schubert boðið feginsamlega og væntir sér mikils af í aðra hönd. Schubert er 21
árs gamall. Hann flytur með greifafjölskyldunni til Zelész og unir sér vel á þessu
landsetri í óvenjulegu og fögru umhverfi. Hann hittir þar annan gest, Karl von
Schönstein barón, geðfelldan yfirstéttarmann með fagra söngrödd. Tekst með þeim
góður kunningsskapur, sönglaga Schuberts vegna, og fara þeir saman í gönguferðir
um hina fögru sveit, báðir náttúruunnendur. En nú er bezt að vitna í kafla úr
tveim bréfum, sem Schubert skrifar vinum sínum sameiginlega. I hinu fyrra, dags.
3. ágúst 1818, segir hann: „Mér líður vel. Ég Iifi og skapa eins og guð, og eins
'og ekkert væri sjálfsagðara. Ég vona, að þið séuð allir jafnhraustir og ég. Nú lifi
ég loksins. Guði sé lof, - það var ekki seinna vænna.“ í hinu bréfinu, dags. 8.
september 1818, segir m. a.: „í Zelész verð ég að vera allt í senn: tónskáld, rit-
stjóri, áheyrandi og hvað eina. Enginn skilur hér, hvað sönn list er, - það væri
þá helzt, ef mér skjátlast ekki, greifafrúin sjálf. Ég er því einmana með ,,unnustu“
'minni og verð að fela hana í kamelsinu mínu, í hljóðfærinu, í brjóstinu. Þótt
þetta valdi mér iðulega nokkru angri, lyftir það í hinn stað huga mínum enn meir.
Ottizt því ekki, að ég muni dvelja hér lengur en ýtrasta nauðsyn krefur.“
Síðar í sama bréfi: „Höllin okkar er ekkert stórhýsi, en samt fagurlega byggð.
Blómlegur garður umkringir hana. Ég bý í húsvarðarbústaðnum. Hér er fremur
kyrrlátt, nema þegar gæsirnar taka að gussa og garga, svo ekki heyrist mannsins
mál. Fólkið, sem ég umgengst, er vinalegt í viðmóti. Óvíða mun þjónustufólk
koma sér jafnvel saman og hér. Umsjónarmaðurinn, Slafi, er bezti maður og heldur
sig mikinn hæfileikamann á tónlistarsviðinu. Hann kann að leika tvo þýzka dansa