Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 49

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 49
ANDVARI FRANZ SCHUBERT 47 ýmist við, að ekki þýddi að reyna að selja kvartetta eftir byrjanda, ellegar sönglög, sem voru svo erfið viðfangs, að engin heimasæta gæti ráðið við þau. Hans tími var ekki kominn, og á meðan var ekki um annað að ræða en þola og þreyja. Og semja lög eftir því sem andinn innblés honum. Við sjáum hann sitja hokinn við skrifborðið grúfandi nærsýnan yfir nótnablöðunum, með gleraugun á sínu litla þúfunefi, ávalan á bakið, lágvaxinn mann, feitlaginn, með mikið, hrokkið brúnleitt hár, lágt enni og loðnar brýn. Schubert var ekki fríður maður, enginn Adonis, ekkert kvennagull, ónei, hann var klaufi í umgengni og tilkomulítill ásýndar, útlit hans vakti ekki eftirtekt nema fyrir eitt: - Augun! Augun ljómuðu, svo að af þeirn lýsti, og komst enginn, sem kynni hafði af honum, hjá því að fá ást á honurn fyrir þá hlýju, sem frá þeirn stafaði. Sálin, sem í þessum fremur klunnalega líkama bjó, var guðleg og ódauðleg, það þóttust allir vissir um. Því gat hann verið lítillátur án þess að fyrirverða sig, og þessvegna gerðu vinir hans allt fvrir hann, sem í þeirra valdi stóð. Við skulum nú hverfa aftur til þess tíma og staðar, er við hittum Vogl með þeim Schober og Schubert. Annar vinur, tónlistarmaðurinn Anselm Hutten- brenner, kemur því til leiðar, að Schubert er ráðinn tónlistarkennari til Esterhazy greifa í Zelész í Ungverjalandi og á að segja dætrum hans tveim, Maríu 15 vetra og Karolínu 13 vetra, til í píanóleik og söng. Þetta er um sumarið 1818, og þiggur Schubert boðið feginsamlega og væntir sér mikils af í aðra hönd. Schubert er 21 árs gamall. Hann flytur með greifafjölskyldunni til Zelész og unir sér vel á þessu landsetri í óvenjulegu og fögru umhverfi. Hann hittir þar annan gest, Karl von Schönstein barón, geðfelldan yfirstéttarmann með fagra söngrödd. Tekst með þeim góður kunningsskapur, sönglaga Schuberts vegna, og fara þeir saman í gönguferðir um hina fögru sveit, báðir náttúruunnendur. En nú er bezt að vitna í kafla úr tveim bréfum, sem Schubert skrifar vinum sínum sameiginlega. I hinu fyrra, dags. 3. ágúst 1818, segir hann: „Mér líður vel. Ég Iifi og skapa eins og guð, og eins 'og ekkert væri sjálfsagðara. Ég vona, að þið séuð allir jafnhraustir og ég. Nú lifi ég loksins. Guði sé lof, - það var ekki seinna vænna.“ í hinu bréfinu, dags. 8. september 1818, segir m. a.: „í Zelész verð ég að vera allt í senn: tónskáld, rit- stjóri, áheyrandi og hvað eina. Enginn skilur hér, hvað sönn list er, - það væri þá helzt, ef mér skjátlast ekki, greifafrúin sjálf. Ég er því einmana með ,,unnustu“ 'minni og verð að fela hana í kamelsinu mínu, í hljóðfærinu, í brjóstinu. Þótt þetta valdi mér iðulega nokkru angri, lyftir það í hinn stað huga mínum enn meir. Ottizt því ekki, að ég muni dvelja hér lengur en ýtrasta nauðsyn krefur.“ Síðar í sama bréfi: „Höllin okkar er ekkert stórhýsi, en samt fagurlega byggð. Blómlegur garður umkringir hana. Ég bý í húsvarðarbústaðnum. Hér er fremur kyrrlátt, nema þegar gæsirnar taka að gussa og garga, svo ekki heyrist mannsins mál. Fólkið, sem ég umgengst, er vinalegt í viðmóti. Óvíða mun þjónustufólk koma sér jafnvel saman og hér. Umsjónarmaðurinn, Slafi, er bezti maður og heldur sig mikinn hæfileikamann á tónlistarsviðinu. Hann kann að leika tvo þýzka dansa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.