Andvari - 01.01.1980, Síða 66
64
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Hvalveiðiskipið Thontas Roys og einn af hvalbátum þess. 1 stafni hátsins er skyttan, með
hvabbyssuna á öxlinni.
hafa verið alger nýjung og gerð að fyrirlagi Thomasar Roys. Eitthvað reyndist
þó að, og varð að bræða nær allan hvalinn með gamla laginu í stöðinni á Seyðis-
firði, sem jafnframt var stækkuð til muna. Hins vegar bar mönnum saman um,
að það litla lýsi, sem kom úr gufubræðslunni, væri miklu hreinna og betra en
úr pottum sem kynt var undir.
Framan af sumri 1866 gengu veiðarnar heldur skrykkjótt, og var það eins
og fyrr hvalabyssan, sem ófullkomin reyndist, Þegar á leið sumar, fór að ganga
betur, og alls veiddust og náðust 40 hvalir á þessari vertíð. Að minnsta kosti
jafnmargir hvalir voru skotnir, en sukku eða sluppu með öðrum hætti. Flestir
voru hvalirnir steypireyðar, en einnig veiddust langreyðar og hnúfubakar.
Alls fengust 2350 tunnur af lýsi þetta sumar. Aflahæst var Steypireydur,
skipstjóri Samuel Roy, aflaði 1050 tunnur hvallýsis. Þá kom Vigilant, skipstjóri
Henry Roys, með 920 tunnur og loks Liteno, skipstjóri Andrew Roys, afli 380
tunnur. Alls mun verðmæti aflans þetta ár hafa numið nálægt 100 þúsund ríkis-
dölum.
Hásetar á skipum þessum voru af ýmsu þjóðerni. I fréttabréfi til Norðanfara
að austan í desember 1866 er áhöfnunum lýst á þessa leið: