Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 70
68
EUGENIA OLHINA
ANDVABI
Vilhjálmur Stefánsson á selveiðum.
sem fengust ekki birtar. En síðan tókst ritstjóra, sem var honum vinveittur, að ná
henni þaðan og hún var birt í nóvemberhefti tímaritsins, árið 1918.
Upp úr 1925 hófust heiftarlegar deilur milli sérfræðinga á sviði manneldis.
Vilhjálmur hafði þá ritað margar greinar um mataræði og réðst nú í djarfa til-
raun, þar sem tilraunadýrið var maður. Maðurinn, sem hann valdi sem tilraunadýr,
var hann sjálfur. 1927 var stofnuð nefnd sem í voru sérfræðingar á ýmsurn svið-
um, á sviði læknisfræði, manneldisfræði, líffræði, lífeðlisfræði, mannfræði, o. s.
frv. Vilhjálmur og Charlie Anderson, félagi hans úr heimskautaferðum, voru látnir
lifa eingöngu á kjöti í rúmt ár. Á sarna tíma var fylgst með þeim á vísindalegan
hátt. Fyrst voru þeir félagar á Belvue-sjúkrahúsinu, en síðustu mánuðina sem
tilraunin stóð voru þeir í sumarbústað utan við borgina. Vilhjálmur hélt áfram að
stunda vísindastörf og ritstörf og hélt jafnframt fyrirlestra. Árangurinn af rann-
sóknum þessum birtist í tímariti um nrataræði og meltingu, sem gefið var út í
Bandaríkjunum.
Vilhjálmur Stefánsson, sem áður hafði brotið blað í rannsóknum í heimskauta-
löndum, varð nú einnig til að brjóta blað í manneldisfræðum. Yfirlæknir Belvue-
sjúkrahússins hafði fulla ástæðu til að segja það, sem hann skrifaði Vilhjálmi
Stefánssyni skömmu eftir að tilrauninni var lokið:
„Ég hef lært meira af yður varðandi manneldisfræði en af nokkrum öðrum
manni . . . og það sem er mest um vert, ég hef losnað við hleypidóma . . . sjón-
deildarhringurinn er orðinn víðari. . . . Tilraunin, sem gerð var á ykkur, varð til