Andvari - 01.01.1980, Page 77
ANDVARI
í MINNINGU GUTTORMS
75
Jón yfirgefur blómlegt bú á íslandi og sest að í eyðiskógum Nýja íslands. Þar
missir hann fljótlega syni sína í bólusótt, hluti bústofns hans ferst í stórflóði (hlið-
stætt reynslu Jóns Guttormssonar föður Guttorms skálds) og híbýli hans eyðast í
skógareldi. Einkadóttir Jóns bónda fer til Winnipeg þar sem henni verður fljótt
kær „einn hinna innlendu sveina“. Hann reynist þó mesta varmenni og eftir
nokkra sambúð í eymd og niðurlægingu deyr dóttir Jóns er hún hafði fætt son
sem hún gaf nafn föður síns. Jón bóndi gefst þó ekki upp en fóstrar dótturson
sinn og smátt og smátt kemur hann fótum undir sig og verður að lokum stoð og
stytta sveitar sinnar á Nýja íslandi.
Og fólkið með íslenzkan framfarabrag
við framtídarhorfurnar sættist,
og byggðin fór stækkandi dag eftir dag,
og draumurinn smám saman rættist.
- Þó mörg hafi framkvæmdin farizt,
er fólgid í reynslunni manns:
Að aldrei til einskis er barizt
í óbyggðum Norðvesturlands.
Þótt Jón Austfirðingur sé efnislega sérstæð meðal ljóðabóka Guttorms koma
þar þegar fram ýmis höfundareinkenni sem settu svip á öll verk hans síðar.
Sterkastur er hinn sári tregi yfir brottflutningnum af íslandi. Vonirnar um
„nýja heiminn" bregðast flestar og innflytjendurnir líða ómennskar þrautir. Þó
hjara þeir af og sætta sig við framti'ðarhorfurnar.
Þetta stef logandi saknaðar eftir íslandi og því sem íslenskt er heyrist í öllum
ljóðabókum Guttorms oft slungið hvassri gagnrýni á lífsviðhorf og atferli „inn-
fæddra“ manna af engilsaxneskum stofni.
Hér má líka í einstökum erindum og heilu kvæði eins og „Evangelíum“ greina
hinn sér-guttormska háðstón sem oft felst í ýkjum og fáránleika er þróast geta í
svartan afkáran húmor.
Sé litið til áhrifa á ljóðagerð Guttorms eins og þau birtast í þessari fyrstu bók
hans virðist gleggst að hann hefur gengið í skóla tveggja eldri skálda, þeirra
Stephans G. Stephanssonar og Þorsteins Erlingssonar, og eru þó áhrif hins síðar
nefnda augljósari. Koma þau sérstaklega fram í háðstóni ádeilunnar og kliðmjúkri
hrynjandi bragsins.
Gagnrýnin félagsleg viðhorf gat Guttormur numið af þeim báðum Þorsteini
og Stephani G. og stundum er því Ifkt sem orðaval Guttorms og orðskipan beri
nokkurn keim af Klettafjallaskáldinu. Má þó vera að þar sé um sameiginleg
vestur-íslensk einkenni að ræða.
Allar síðari ljóðabækur Guttorms eru mjög blandaðar að efni.
Segja má að stærsti efnisflokkurinn séu ýmiss konar tækifærisljóð, hyllingar-