Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 77

Andvari - 01.01.1980, Page 77
ANDVARI í MINNINGU GUTTORMS 75 Jón yfirgefur blómlegt bú á íslandi og sest að í eyðiskógum Nýja íslands. Þar missir hann fljótlega syni sína í bólusótt, hluti bústofns hans ferst í stórflóði (hlið- stætt reynslu Jóns Guttormssonar föður Guttorms skálds) og híbýli hans eyðast í skógareldi. Einkadóttir Jóns bónda fer til Winnipeg þar sem henni verður fljótt kær „einn hinna innlendu sveina“. Hann reynist þó mesta varmenni og eftir nokkra sambúð í eymd og niðurlægingu deyr dóttir Jóns er hún hafði fætt son sem hún gaf nafn föður síns. Jón bóndi gefst þó ekki upp en fóstrar dótturson sinn og smátt og smátt kemur hann fótum undir sig og verður að lokum stoð og stytta sveitar sinnar á Nýja íslandi. Og fólkið með íslenzkan framfarabrag við framtídarhorfurnar sættist, og byggðin fór stækkandi dag eftir dag, og draumurinn smám saman rættist. - Þó mörg hafi framkvæmdin farizt, er fólgid í reynslunni manns: Að aldrei til einskis er barizt í óbyggðum Norðvesturlands. Þótt Jón Austfirðingur sé efnislega sérstæð meðal ljóðabóka Guttorms koma þar þegar fram ýmis höfundareinkenni sem settu svip á öll verk hans síðar. Sterkastur er hinn sári tregi yfir brottflutningnum af íslandi. Vonirnar um „nýja heiminn" bregðast flestar og innflytjendurnir líða ómennskar þrautir. Þó hjara þeir af og sætta sig við framti'ðarhorfurnar. Þetta stef logandi saknaðar eftir íslandi og því sem íslenskt er heyrist í öllum ljóðabókum Guttorms oft slungið hvassri gagnrýni á lífsviðhorf og atferli „inn- fæddra“ manna af engilsaxneskum stofni. Hér má líka í einstökum erindum og heilu kvæði eins og „Evangelíum“ greina hinn sér-guttormska háðstón sem oft felst í ýkjum og fáránleika er þróast geta í svartan afkáran húmor. Sé litið til áhrifa á ljóðagerð Guttorms eins og þau birtast í þessari fyrstu bók hans virðist gleggst að hann hefur gengið í skóla tveggja eldri skálda, þeirra Stephans G. Stephanssonar og Þorsteins Erlingssonar, og eru þó áhrif hins síðar nefnda augljósari. Koma þau sérstaklega fram í háðstóni ádeilunnar og kliðmjúkri hrynjandi bragsins. Gagnrýnin félagsleg viðhorf gat Guttormur numið af þeim báðum Þorsteini og Stephani G. og stundum er því Ifkt sem orðaval Guttorms og orðskipan beri nokkurn keim af Klettafjallaskáldinu. Má þó vera að þar sé um sameiginleg vestur-íslensk einkenni að ræða. Allar síðari ljóðabækur Guttorms eru mjög blandaðar að efni. Segja má að stærsti efnisflokkurinn séu ýmiss konar tækifærisljóð, hyllingar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.