Andvari - 01.01.1980, Page 80
78
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
Skógarljódin hljóma og óma um engi.
Undir leika vogar sem bogar vid strengi.
Raddir náttúrunnar oss kunnar og kærar
kveda ekki vída eins þýðar og skærar.
í slíkum kvæðum er þó einatt því líkast sem tiltölulega hversdagslegar nátt-
úrumyndir, ífærðar spariklæðnað rímleikni og hagmælsku, birti raunar næsta lítið
af dýpri hugsunum og tilfinningum skáldsins. Þetta er skáldskapur í sunnudaga-
fötum - næstum að það glamri í stássinu - og þetta á Guttormur sameiginlegt með
miklu af íslenskum ættjarðarkveðskap.
Það eru annars konar og hljóðlátari náttúruljóð þar sem Guttormi tekst til
mestrar fullnustu að láta náttúrumyndir verða sýnilega samsvörun við tilfinningar
sínar, lífsskynjun og afstöðu til mannlegrar tilvistar á þessari jörð. Þau kvæði
birta í senn vitsmuni hans, næma skynjun og heilsteypta lífssýn.
Tökum sem dæmi sonnettu hans „Úti í óbyggðum Manitoba“ úr Kanada-
þistli:
Innanlands vötn í skjóli grœnna skóga,
skuggsjár er spegla stjörnur, sól og mána,
regnskýjum dökkna, heidi himins blána,
náttskuggum myrkvast, sólargeislum glóa.
Lognstöjud vötn. En remmi vindur raust,
ranghverfist glerid. Nýja yfirbordid
lyftist frá botni. Breyting hefir orðid,
þad er sem kvikasilfrid leiki laust.
Aftur þó lygnir. Svefnsins sæli fridur
sígur á skóginn. Dúnsæng vatnsins eykur
feguröardýrd meö hvítum heiöasvan.
Lídur að eyra þungur þagnarniöur.
Þögnin er hljóöust, víðust, dýpst er leikur
villilands draumaskáld á pípu Pan.
Svona orti þessi vestur-íslenski bóndi þegar honum tókst best upp.
V
Ljóð urðu Guttormi nærtækast tjáningarform orðlistar líkt og raunin hefur
verið um marga höfunda íslenska er haft hafa skáldskap í hjáverkum frá brauð-
striti.
Ritun skáldsögu krefst langs samfellds vinnunæðis sem sjaldan hefur gefist