Andvari - 01.01.1980, Page 85
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON:
Tveir minningaþættir
1. Andlát móður minnar.
Fyrst eftir að faðir minn settist að hér á Víðivöllum, virtist hann hafa allgóða
heilsu. Hann vann eins og berserkur að höggva niður skóginn og hreinsa landið
°g byggja upp heimilið. Eftir að sögunarmyllan var sett niður á Möðruvöllum,
vann hann stöðugt við hana á sumrin. Má segja, að hann hafi slitið sér út á þræl-
dómi og vosbúð. Að fáum árum liðnum fór hann að finna til brjóstveiki (hinnar
íslenzku brjóstveiki, sem hagar sér eins og lungnatæring, en er ekki talin næm).
Þrátt fyrir það hélt hann áfram að vinna, unz hann varð að leggjast í rúmið. Ég
man, að hann lá margar þungar legur og sumar langar. Hann hafði stöðugt hósta.
Eg minnist þess, að í einni legunni varð hann mállaus um skeið. Eftir hverja legu
var hann mjög máttlítill, en hresstist furðu fljótt og fór þá að vinna. Það var
eins og harkan og seiglan héldu honum uppi. Hann var nýrisinn upp úr meir en
árlangri legu, þegar móðir mín dó. I þeirri legu og jafnvel oftar hafði verið tvísýnt
um líf hans. Daginn, sem móðir mín var jörðuð, var hann svo veikburða, að hann
gat ekki fylgt henni til grafar. Hún var jörðuð á Kirkjubæ í Breiðuvíkinni um 6
mílur héðan. Kistunni var ekið á sleða, einum uxa beitt fyrir. Tveir menn leiddu
föður minn á eftir kistunni. Við bræðurnir, Vigfús ellefu ára, en ég sjö, gengum
næst á eftir, þá líkfylgdin. Leiðin lá eftir fljótinu; þetta var seint í febrúar. Veðrið
var gott og blítt. Á Lónskílnum var numið staðar. Faðir minn söng þar eitt sálm-
vers. Svo horfðum við á eftir kistunni þangað til hún hvarf inn í skóginn. Sigvaldi
Þorvaldsson, sem þá var póstur milli Selkirk og íslendingafljóts, kom með hest
°g léttisleða og ók með okkur heim. Andlát móður minnar kom okkur mjög á
ovart. Hún hafði að sönnu verið heilsulítil um nokkur ár, en sjaldan rúmföst nema
þennan vetur. Hún var aðeins 35 ára.
2. Villa í skógi.
Eftir því sem meira var frostið, var betra að vinna í skóginum. En mér fannst
Það aldrei gott né skemmtilegt. Óþolandi meðferðin á hestunum. Ég varð að þegja
eins og þeir. Ég þurfti að vinna hart, var óharnaður, en hvað voru mínar þjáningar
1 samanburði við þeirra? Verstu vinnuveðrin voru hlákurnar, þegar þeim fylgdi