Andvari - 01.01.1980, Page 88
86
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON
ANDVARI
að færu þeir í eftirleit, þá yrði alveg íslendingslaust í kampnum. Það kom því
okkur alveg á óvart, að við heyrðum þá kalla. Við vorum náttúrlega nógu kurteisir
til að taka undir við þá. Það var bagalegt, að nú átti ég eftir að klæða mig í fötin.
En ég var fljótur að því, ekki lengur loppinn og aðeins hnöppum hneppt, sem voru
mest áríðandi. Eftir æðistund hittum við þá bræður á línunni. Þeirra aðferð var
að voga sér ekki af lfnunni út í myrkviðinn, en láta okkur ganga á hljóðið. Þökk-
uðum við þeim bræðrum með mörgum fögrum orðum. Það er ég viss um, að eng-
inn var þeim þakklátari en Gísli og er það hans sómi. Langt var liðið af nótt, þegar
við náðum heim. Við höfðum hljótt, en þó vöknuðu tveir við umganginn. Annar
var sá gamii franski frá Montreal. Hann tekur upp úr rúmi sínu tvær vænar
brauðkökur og biður mig að þiggja. Blessaður karlinn, hann vissi, að ég hafði
engan mat fengið síðan um miðjan dag og fengi engan. Ég var honum þakklátur
samt, þó að ég gæti ekki þegið kökurnar. Hinn, sem vaknaði og reis upp á oln-
boga, var maður, sem fundizt hafði villtur í skóginum fáum kvöldum áður. Hann
ávarpaði mig með þessum orðum: „This is a nice time to go out for [a] walk!“ Ég
svaraði: „You know it by your own experience." Hann hallaði sér titrandi niður.