Andvari - 01.01.1980, Side 102
100
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAKI
Jöjurr hyggi at,
hvé ek yrkja fat,
gótt þykkjum þat,
es ek þögn of gat;
hrærdak munni
af munar grunni
Óðins ægi
of jöru fægi.
Bark þengils lof
á þagnar rof;
kannk mála mjöt
of manna sjöt;
ór hlátra ham
hródr bark fyr gram;
svá fór þat fram,
at flestr of nam.
Þegar Eiríkur konungur hafði gefið Agli höfuð hans að kvæðislaunum, kvað
Egill þessa frægu vísu:
Erumka leitt,
þótt Ijótr séi,
hjalma klett
af hilmi þiggja;
hvar’s sás gat
af göfuglyndum
ædri gjöf
allvalds syni.
Eiríkur blóðöx er orðinn að göfuglyndum allvalds syni, og Egill spyr, hvar sá sé,
er hlotið hafi æðri gjöf af honum en Egill höfuð sitt.
Þegar Egill hins vegar var kominn heill á húfi til Aðalsteins Englakonungs
og konungur spyr, hvernig farið hafi með þeim Eiríki, er Blóðöx í vísu Egils
orðinn „sannsparr Hugins varra mögnuðr,“ þ. e. ósanngjarn (sannsparr) vígamaður,
og Egill ræður nú sem áðan áttgöfguðum Ála hattar arfstóli, þ. e. hinu ættgöfuga
höfði sínu, (Ála: sækonungs) hattar: hjálms arfstóli, ,,en stóll sá, sem hjálmurinn
er arfborinn til, er höfuðið“, eins og segir í skýringum Sigurðar Nordals í Egils-
söguútgáfu hans (1933).
Þegar Egill missir tvo sona sinna með stuttu millibili, annan á sóttarsæng,
hinn í skipskaða á Borgarfirði, og hann finnur, að hann á ekki „sakar afl/við
sonar bana“, tekur hann það til bragðs að yrkja sig yfir þennan örðuga hjalla.
í fyrstu er honum tregt tungu að hræra, en verður smám saman harms síns að