Andvari - 01.01.1980, Side 106
104
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Vér finnum í þessum erindum glöggt metnað skáldsins og sjálfsvitund. Hann
er ekki í vafa um, hvar setja skal (í kvæðinu) hróður máttigs hersa kundar,
bratt stiginn/bragar fótum (þ. e. torkveðinn)
jyr mannjjöld,
margra sjónir -
En honum veitist þetta létt, mærðarefnin eru honum auðskæf ómunlokri
(með raddheflinum), því að þau liggja valin tvenn og þrenn á tungu hans.
Skáldið lýsir síðan í mörgum myndum örlæti hins auðsæla manns, er lætur
engan tómhentan frá sér fara, mælir ekki styggðaryrði við nokkurn mann, er þekk-
ur bæði goðum og mönnum, friðflytjandi - eða með orðum skáldsins:
Hann aldrteig
oj eiga gat
jjölsáinn
með jriðar spjöllum -
Egill telur órétt, ef hinn örláti maður hefur kastað á glæ mörgu gagni, því
er hann veitti honum. Og hann lýkur kvæðinu með þessu erindi:
Vask árvakr,
bark orð saman
med málþjóns
morginv erkum,
hlóðk lojköst,
þann’s lengi stendr
óbrotgjarn
í bragar túni.
Ekkert skáld hefur gefið sjálfum sér fegurra heiti en Egill, er hann kallar sig
málþjón og líkir kvæði sínu við lofköst, er hann hafi hlaðið og standa muni
óbrotgjarn í bragartúni. Það er eitthvað annað en torfhraukur, sem tínt er úr í
eldinn jafnharðan. Og lýsingarorðið árvakur segir sína sögu um það, hverjum aug-
um Egill leit á hlutverk skáldanna.
Eins og vísan Sjálfráði lét slæður var eins konar fyrirboði um Arin-
bjarnarkviðu, má segja, að vísa sú, er Egill orti, þegar hann spurði fall Arin-
bjarnar hersis, sé endurómur kviðunnar:
Þverra nú, þeirs þverrðu,
þingbirtingar Ingva,
hvar skalk manna mildra,
mjaðveitar dag, leita,