Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 111
andvari
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM
109
er lifði þróttmiklu lífi til hárrar elli, hafði nóg fyrir sig að leggja og gat að lokum
eftirskilið börnum sínum bæði fé og eignir.
En ofar öllu er þó umhyggjan fyrir hinum stóra barnahóp og velferð hans.
Yfir honum vakir hann og þau hjónin bæði til hinztu stundar, reyna að miðla
þar á milli og hjálpa þeim, er þeim finnst miður mega sín. En í þeirri viðleitni
getur svo farið, að einhverjum þyki á sig hallað og gamli maðurinn verði jafnvel
fyrir ónotum. Hann lætur sig þó hvergi, hugurinn er jafnkvikur og höndin jafn-
styrk í síðasta bréfinu sem hinu fyrsta.
Hér fara nú fyrrnefnd ævisögubrot sr. Jóns:
„Ég er fæddur sunnudag fyrstan í Góu 1781 að Helgastöðum í Reykjadal, af
foreldrum stúdent og umboðsmanni Þorsteini Jónssyni og Hólmfríði Jónsdóttur,
og skírður samdægris af móðurföður mínum, síra Jóni Jónssyni presti sama staðar.
Frá Helgastöðum fór ég vorið 1782 að Vallakoti í Reykjadal og var þar í fóstri
til þess vorið 1784, að það góða fólk og fátæka dó eins og svo margir aðrir úr því
skæða hallæri, er þá yfir gekk. Var ég þá nær kominn dauða, sökum óhollrar
fæðu, en faðir minn, sem þá var á næsta bæ, gat þó fyrir guðs hjálp haldið í mér
lífinu með litlu af mjólk, hveitibrauði og feitmeti. Vorið 1784 fór ég með föður
mínum að Parti í Reykjadal . . . ; en flutti sig 1786 að Daðastöðum í sömu sveit.“
„Þegar ég óx upp, var ég á sumrum við slátt og í ferðalögum, oft einsamall, en
á vetrum við fjárhirðingu. Haustið 1794 fór ég að Múla til að læra latínu. Síra
Ingjaldur, merkismaður á sinni tíð, kenndi mér þennan og næsta vetur. Kallaði
hann mig í næmara lagi, en lét minna af skilningi mínum. Vorið 1795 var ég
fermdur. . . . Tók síra Einar Tómasson mig þá til uppfræðingar, og tók ég góðum
framförum hjá honum. Þeim góða manni unni ég og ann lífs og liðnum. Hann
drukknaði af kænu í Múlavatni sumarið 1800.
„Haustið 1796 fór eg í [Hólajskóla og settist fjórði að ofan í neðri bekk, undir
kennslu þáverandi conrektors síra Jóns Jónssonar, síðast prests að Grenjaðarstað.
Þann vetur lagði ég stund á latínu og æfði mig í að yrkja á latínu. Haustið 1796 var
ég efstur í neðra bekk. Vorið 1798 yfirheyrði Sigurður biskup okkur neðribekkinga
í rúmi sínu, beiddi fyrir okkur af hrærðu hjarta og andaðist litlu síðar. Haustið
1798 var ég þriðji að ofan í efra bekk og útskrifaðist vorið 1799 með góðum vitnis-
burði. Sama vor flutti faðir minn að Reykjahlíð við Mývatn, mér til lítilla fram-
fara í lærdómsefnum. Stóðu þá yfir hinir svokölluðu aldamótavetrar, og var þá hér
á landi ákaflegur gripafellir, sérstaklega norðan og austan. Veturinn 1800-1801
lá ég með fimm öðrum í átta dægur úti á Austurfjöllum, og kól mig þá sem fleiri
á fótum og andliti.“
„Þetta sama vor fór ég að Ljósavatni [er hann var vígður aðstoðarprestur að
Þóroddsstað]. Kenndi ég þá latínu á vetrum tveim prestaefnum; það gekk mér