Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 112
110 ÚR BRÉFUM SR. JÓNS ÞORSTEINSSONAR ANDVARI allvel, því latínan var sú eina lærdómsgrein, er ég gat haldið við mig. í Reykja- hlíð las ég jafnan latneska rithöfunda, er ég stóð yfir fé. Haustið eftir kvæntist ég Þuríði Hallgrímsdóttur (á Ljósavatni) Þorlákssonar og Valgerðar Sigurðardóttur. Vorið 1807 fluttum við að Þóroddsstað og bjuggum þar í tvö ár. Hlaut ég svo að víkja við þangaðför síra Einars Hjaltasonar frá Mývatni vorið 1809. Hafði ég þá fengið Húsavíkurprestakall. Þar var ég í sex ár, til 1815. Voru þau flestöll haf- ísaár, með harðindum og aflaleysi; auk þess að sigling brást sökum stríðsins milli Dana og Enskra 1807 og þau fáu skip, sem komu, höfðu litlar og fjarska dýrar vörur. Voru þá almenn bágindi um allt land, og hafði ég miklar áhyggjur og atburði til framflutnings heimili mínu. 1810 fór ég suður á land og sótti 14 vættir af fiski síðla sumars; fórum við Eyfirðingaveg suður, en Skagfirðingaveg norður, fengum stórhríð í Gilhagadal, hvar við lágum um nóttina, en héldum daginn eftir í fönn og krapaveðri að Silfrastöðum. Vorið 1811 rak í hafísum þrjá hvali í Þistilfirði. Fór ég þangað með hesta mína, sem fáir þá áræddu. Á hvalfjöru í Sveinungsvík skoraði síra Stefán á Sauðanesi á mig að hefna sín og glíma við einn brýlugan hvalskurðarmann og ofláta þar í fjörunm. Ég gaf mig óðar til, en maðurinn hopaði og vildi eigi reyna til þrautar; hrifsuðumst við dálítið á. Síra Stefáni líkaði þetta vel. Gerði sá höfðingi greitt fyrir mér að fá hvalinn á hestana og það við vægu verði. Sama vor um messur fórum við suður Sprengisand, 10-12 manns, til fiski- kaupa. Var þá gott að kaupa hesta á Suðurlandi, og voru þeir góðu menn þar oss Norðlendingum vorkunnsamir, sökum þeirra harðinda, er hér gengu. Norður Sprengisand fórum við 17 saman með 120 hesta í lest. Árið 1812 fór ég suður sama veg. Lágum við þá viku á Sóleyjarhöfða, því Þjórsá var ófær af vatnsmagni, en alla þá tíð var mesta blíðviðri og þíðvindi. Þá heppnaðist mér með öðrum manni að hjálpa fóni sáluga á Mýri og öðrum manni úr lífsháska í Þjórsá.“ „Vor 1814 fór ég síðasta sinn til fiskikaupa suður Skagfirðingaveg, en norður aftur Eyfirðingaveg. Þá stökk ég ofan í Blöndu að rétta klyfjar á hesti, en hélt mér við reiðhestinn til lands.“ „Af þeim sex árum, sem ég var á Húsavík, fékk ég tvo vetur liðuga 20 seli hvort árið; styrktist fjárhagur minn nokkuð við það, og hef ég orsök til þakklát- lega að lofa guð fyrir, hversu dásamlega hann fleytti mér fram á þessu litla brauði á þeim miklu bágindaárum, þegar bæði skorti afla og aðsiglingar, og það svo, að kona mín gat við og við satt aumingja, er þá bjuggu kringum kaupstaðinn." „Vorið 1815 hafði ég brauðaskipti við síra Helga Benediktsson, þá prest við Mývatn, og flutti mig með álitlegum gripastofni að Vogum. Þangað kom ég með fimm börn: Valgerði, Þorstein, Hallgrím, Þorlák og Sigfús. í Vogum átti ég örðugt uppdráttar, árin hörð, sér í lagi harðindaveturinn 1821-1822. Fækkuðu þá gripir manna stórum á Norðurlandi. í Vogum fæddust mér þessi börn: Jón, Pétur, Sigur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.