Andvari - 01.01.1980, Síða 113
andvari
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM
111
geir, Hólmfríður, Bjarni, Solveig. Efnalítill mátti ég alltaf heita, því fólkið á heiro
ilinu var jafnan frá 14-20 manns, en aldrei leið ég skort, því ég hafði ætíð láns-
traust, enda lét ég aldrei skuldir ílengjast hjá mér að þarflausu.“
„Vorið 1829 flutti ég mig, eftir fjórtán ára veru í Vogum, búferlum á föðurleifð
mína, Reykjahlíð. Nú hélt ég áfram að kenna fjórum sonum mínum, er allir síðan
urðu prestar. Eftir að ég kom að Reykjahlíð, hafði ég ávallt þungt hús og mann-
margt. Fæddust mér enn þrjú börn: Ragnheiður, er dó á fyrstu viku, Benedikt og
Karólína Jakobína. Börnunum hef ég fyrir guðs náð sæmilega komið á fót. Hafa
þau eitt eftir annað gifzt frá mér. Vorið 1842 tók eg Þorlák son minn fyrir að-
stoðarprest, þangað til ég 1849 fór að Kirkjubæ í Tungu.
Líf mitt hefur framleiðzt með mæðu og erfiði, en þó fyrir guðs náð með nokk-
urri sigursæld, þegar á allt er litið. Af náttúru hef ég mest verið hneigður til bráð-
lyndis og munaðar. Guði sé lof, sem hefur eflt mig til að geta sett hvorutveggju
nokkrar skorður.“
Hólmum, 6ta Janúar 1853.
Elskulegi tengdasonur!
Jeg man ekki, hvað og hvað langt er
síöan eg skrifaði þér, en það man jeg,
að þú átt hjá mér óbetalað gott og ræki-
legt bréf. Hefi jeg að vísu hugsað að
leita mér afsökunar með því, að kona
mín hefur skrifað konu þinni, dóttir
okkar, oftast nær til og að fregn um
okkar hagi hafi borizt frá Reykjahlíð,
því þangað hefi eg oftast skrifað ein-
hvörja línu, og ofan á allt þetta hefur
Signý okkar, sem kom til ykkar í vor
og var hjá ykkur í haust, sagt ykkur
allt það ljósasta af okkar högum.
Guði sé lof! Ferð okkar að Kirkjubæ,
vera þar og aðtektir, sérílagi kirkjubygg-
ingin, lukkaðist okkur blessunarlega, og
með okkur burtfarandi var viðkomandi
S prófastur vel ánægður, og veit jeg
ekki betur en sóknarbændur væru það
Iíka, því öllum, sem þjónuðu með nokkr-
um dug að kirkjuerfiðinu, gaf eg dug-
lega þokkabót og glaðning af þeim
gömlu kirkjuviðum, hvörja eg keypti
allasaman einmitt til að útbýta þeim
með þessu móti. Jeg naut kirkjubygg-
ingarinnar, að eg fékk % hluti af
brauðsins föstu inntektum, sem er bless-
uð stoð til framfæris okkur í ellinni
Að vísu kann presturinn, sem eftir mig
kom, Sr. Magnús Bergsson frá Stöð,
álíta sér óhag af mínum inntektarhluta,
en jeg bað hann aðgæta, að hann er
liðugt fimmtugur maður, en eg kom
þangað á 69da aldursári. Hann hefur
því líks að vænta sem eg, spari guð
hann til elliáranna. Sá prestur er góð-
ur kennimaður, en hefur bágan búskap
og fjárhag.
Lánsmanneskjur tel jeg okkur að
komast samt með góðu móti í burtu,
þegar við fórum það, því við vorum
orðin óhæf til so stórrar umhyggju sem
Kirkjubær útheimti.
Hérum bil mánuð frá því komum
hér, vórum við bæði, sérílagi eg, ógnar
lasin, en skánaði aftur, so jeg tók á orfi
mér til skemmtunar, hefur orðið sosem
góð dagslátta, og oft var eg við [að]