Andvari - 01.01.1980, Side 115
ANDVARI
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM
113
Hólmum, 26. Júní 1853.
Elskulegi tengdasonur!
Bréfin ykkar hjóna þökkurn við for-
eldrar ykkar, sem köllum okkur so, af
allri ást og alúð, og látið þið sjaldnast
hjá líða að skrifa okkur, og er so mikið
varið í þau bréf, eins og þaug eru ein-
læg og elskuleg. Strax og eg fór að lesa
bréf þitt, elskulegi }ón minn, kom mér
fyrir hugskotssjónir endurminning
beggja þinna elskuðu foreldra, hvörra
beggja líking framskín í þínum þanka-
máta og þar sameinuð, enda mátti þar
nú vel við vera. Guði sé lof. Það er
okkur sannarleg gleði, að ykkur líður
vel, komið miklu í verk, getið bæði og
viljið hjálpa bágstöddum. Eg hafði ætíð
mikla þanka um Gautlönd, sérílagi þeg-
ar þar byggi sá, sem hefði afl og hygg-
indi til jarðabóta, hvað faðir þinn sálugi
byrjaði með vatnsveitingunni. Bygging
þín gengur nú so langt yfir hans, og so
verður jarðarbótin á endanum, gefi guð
þér líf og heilsu. Eftir langsama áeggjan
og ögrun Solveigar okkar áformar Bína
mín að fara héðan í dag í því skyni að
finna ykkur systkin sín við yndislega og
elskaða Mývatnið okkar, og hefur þessi
þanki lengi sveimað í innra manni henn-
ar, þó hún fari hægt með það sem ann-
að. Eg óttast þegar hún kemur, að allt
skyldfólkið verði í kaupstað, og megi
hún því sakna vina í stað. Hálfhræddur
er eg nú um þessa ferð, en fel það allt
saman göðum guði í bæn, trú og von.
Fyrst Jakobína mín kemur nú til ykkar,
ætla eg ekki að skrifa langort, eg ætla
henni að svara því, sem hún er að
spurð.
Miklir manndómsþankar brjótast í
ykkur mágunum með jarðabæturnar, og
eru þær alla tíma dýrmætar. Mikið hefur
Pétur minn reynt að byggja úthýsin, og
Jón eins, og baðstofuna nú þar ofan á,
en ætli Reykjarhlíðarland geti tekið vel
á móti plægingu. Pétur byrjaði þar vall-
argarðinn, Prestsmýrargarðinn og garð-
ana á vesturlandinu, og kom það al'lt
að nokkrum notum. Síður getur Pétur
þess notið fyrir mína tilstuðlan, það er
satt, en betri álít eg hans kjör og eins
Jóns á Grænavatni, heldur en vesælings
Sigurgeirs, sem hlaut að taka soddan
ógnarhrakning uppá sig til að ná við-
sæmandi jarðnæði. Sá maður bjargar sér
með heiður og sæmd, eg hefi líka tegund
styrkt hann, enda kom það sér betur.
Mikið er hvað hann Bjarni minn berst
og bjargast með sitt stóra heilsuleysi og
massar tegund á skuldir sínar. En
hvörneg á eg að fara með hann Bene-
dikt og hana Bínu? Þau verða á hakan-
um og flækjast eitthvað, þegar við velt-
um útaf. Það verður sem allt annað að
felast guðs eilífu náð.
Við sendum ykkur 2 pund af æðar-
dúni, sem við biðjum ykkur halda okkur
til góða. Bína litla hefur einhvörja teg-
und að bæta þar við. Nú er ekki tími að
skrifa meira, en hjartans ástarkveðjur
af ykkar elskurum
Jóni og Þuríði.
Hólmum, 27. Marz 1855.
Elskulegi tengdasonur!
Góða bréfið þitt skrifað á nýársdegi
í vetur, samt annað frá konu þinni til
systur sinnar og móður í einu lagi,
þökkum við öll sameiginlega allra kær-
legast. Mér líkaði bréfið að vanda ágæt-
is vel, sökum gáfulegs stíls, þó enn frem-
ur vegna vakandi félagskapar anda til
almennings velförnunar, ásetnings á
hey, og hvörs annars, sem so er dýr-
mætt; en ekkert hæli eg skriftinni sérí-
lagi, sumum litlu essunum og einstöku
stöfum, en utan á bréfið er dáfallega
skrifað og er allajafna frá þér, vottar
þetta, að flýtirinn er of mikill. Jón á