Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 116

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 116
114 ÚR BRÉFUM SR. JÓNS ÞORSTEINSSONAR ANDVARI Grænavatni skrifar ætíð vel, Pétur í Hlíð allsæmilega, og skrifar hann þó mörg langorð og greinileg bréf. Mikið antignar Gamalíel kallinn því, hvað fé- lagsandi sé nú betri en forðum í sveit- inni, og hvað ólíka sé nú litið til hinna bágstöddu. í þaug 60 ár, sem eg man til frá því eg var 15 ára, hafa ekki jafn- greindargóðir menn verið uppi í sveit- inni og nú, nefnilega þið nafnar, Pétur í Hlíð, Jónas minn. Eg hafði jafnan fínt álit á Jóni Björnssyni, en nú veit eg ekki, hvað mikið þeir ungu menn skip- ast til góðrar fullkomnunar. Búnaðarhættir, eg nefni nú ekki bygg- ingar, batna svo mikið í Mývatnssveit, eins og að sönnu víða annarstaðar, en fallegt er, ef plæging gæti þar innleiðzt á sumum stöðum og kartöflugarðar, enn nú þótt að vorkuldar séu þar skæðir. Mývatns fólksfjöldi þarf eitthvað til að lifa af, þar hefur hann víst ekki verið svo mikill sem nú, síðan brann seinast nl. 1727, eða kannske síðan um Stóru- bólu 1707, og máske það sé lengra síð- an, því þá var ekki margbýli á heimil- um eða jörðum réttara sagt eins og nú. Bæði suður í Lóni og í Öræfum eru 7 til 10 býli á einni jörð, enda skulu sum- ir af þessum sambýlismönnum eiga mik- ið bágt, en sona mörg býli eru ekki samt nema á stórjörðum, sem allar hafa mik- inn votengis heyskap og kúabú, en lítið land fyrir fénaðinn. Mikið gleður það mig að heyra all- góða vellíðan ykkar minna elskuðu barna, og það í betra lagi en almenni- lega, og þó eg viti, að Pétur eigi örðugt bú með allar sínar framkvæmdir, er hann þó þarfur maður í félaginu og gjör- ir mörgum gott. Sama er að segja urn Sigurgeir, nema hann er ekki nærri því í annarri eins þjóðbraut sem Pétur. Hann stundar fé sitt manna bezt og hef- ur ær hér um 90, sauði um 50, lömb um 70, að hann skrifar mér. Nú er hans 7da barn fætt, að eg held 8da er barn Benedikts, sem verður þar eftirleiðis, tengdamóðir hans orðin þreytt og las- in, og Ólöf kona hans hefur undramiklu að gegna, því drengir gjörast ókyrrlátir. Guð hefur gefið henni sæmilega heilsu, enda rækir hún kall sitt sem bezt hún getur. Sr. Sigfús skrifar mér og lætur dável af sínum högum, börnin segir hann allareiðu 5 og tökubarn af bróður konu sinnar. Ær sínar segir hann 90, sauði nærri eins. Sauði til jafnaðar með 11 pund. Sr. Jón á Hvanneyri lætur all- bærilega af sér, nema votviðrum og óþurrki á heyi síðastliðið sumar. Bjarna mínum farnast allvel, og allri von betur á Vöglum. Eg má segja um ykkur syni mína og mága, sem Jakob forfaðir um sonu sína, við höfum allir verið fjárhirð- ar. Eg reyndi það sem eg gat, guð gaf mér marga skepnu allgóða, en fjárpössun hefur batnað með kynbótina síðan, og það má segja, að þið eruð fjárhirðar. Sr. Sigfúsi lízt vel á veturgl. fé sitt núna af norðankyninu, hann er varasamur með ásetning og vill halda allar skepn- ur vel, sem er ætíð góðs vottur. Eg hefi skrifað Jóni á Grænavatni greinilegast bréf að þessu sinni um nær- verandi ástand hér og beðið hann að láta ykkur sjá það, eg kemst nú ekki til að skrifa það aftur, heldur get eg þess fá- orðlegast, að harðindin og veikindin hafa verið hér stöðugt frá aðventu hvörutveggi skæðast fyrst, og líka fram- an af Góunni. Læknir var hér hálfan mánuð fram um Jólin, og nú síðan vika var eftir af Þorra hefur hann verið hér stöðugt þann dag í dag, og er þó konan að kalla hann heim sem vonlegt er. Hann reynir allt hvað honurn hugkvæm- ist, og fyrir þá skuld, höldum við, að margur dagur verði bærilegur, en eng- inn aðalbati er enn, hún getur rétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.