Andvari - 01.01.1980, Síða 119
andvari
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM
117
Reykjahltðarkirkja. Mynd eftir danska málarann Carl Baag0e.
grundvöllinn lagði hann til gæða Gaut-
landa, sem í fornöld var haldin bezta
jörð við Mývatn.
Vel mun Jón í Baldursheimi jafnast
við föður sinn. Óskemmtilegt er lífið
hönum Illuga mínum blindum. Svein-
strandarbræður ná eigi uppgangi föður
síns, hann erfði meira en þeir erfa hvör
um sig, enda var hann mesti aðfylgis-
maður, kannske nógu mikill. Mikið
finnst mér ábúð manna hafa batnað í
næstl. 30 ár á jörðum sínum, kannske
ekki í lakara lagi við Mývatn, þar sem
þess er kostur.
Ólík eru efni nú í Reykjahlíð en hjá
föður mínum sál., en ólíkt betur býr
Pétur á jörðinni á allan hátt en við feð-
ur hans og það með fátækt sinni og
barnafjölda.
Mikið brjótizt þið um að útvega presti
ykkar fasta bújörð, og mikið hafið þið
áunnið. Það var gott, að veslings Stefán
fékk Geirastaðina lausa og liðuga, en
æðimikið mun afgjaldið að vonum. Jón
Helgason mun verða móti sr. Þorláki,
en hvört fer hún gamla Helga? Og verð-
ur ekki Skútustaðaafgjald óbærilegt eftir
dýrleika hvörs hundraðs til peninga
reiknings, nema ef stjórnin fengist allra-
náðugast til að leggja því brauði eitt-
hvað, ef staðabrauðunum yrði steypt
saman. Yrði Skútustaðir prestsetur og
þar aðalkirkja í sveitinni, yrði brauðið
viðunanlegt, þó heldur fátækt, en
átroðningur mikill á heimilinu. Þar
þyrfti að vera kúabú til að geta gefið
að drekka, og það gjörði Helgi minn
sál. oft. Skútustaðabóndi eða prestur