Andvari - 01.01.1980, Page 127
ANDVABI
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM
125
Frá Hólmum í Reyðarfirði.
og sú raun, sem þar af hefur flotið, hef-
ur verið okkur hjónum og dóttur okkar
dimmt og harmalegt sorgar ský. En nú
mótar fyrir öðru enn nú sorglegra, sem
góður guð veit, hvörn enda vill taka:
að síðan í vor um hvítasunnu, að Fransk-
ir ræntu hér hólmana og urðu dregnir
fyrir dóm, og Sr. Hallgrímur þá lagði á
sig langsamar vökur og áhyggjur, hefur
hann aldrei verið vel frískur. Þó bar
ekki mikið á honum, þegar leið á sum-
arið, en nú á jólaföstunni versnaði hön-
um aftur og leggur sig oft uppí rúm sitt
tíma og tíma, lætur lítið bera á krank-
leika sínum, eins og hann er stilltasti
maður, enda vill hann dylja konu sína
þess, því að vita hann veikan væri henni
mesta sorgarefni í lífinu, og okkur for-
eldrunum mundi það að vonum þung-
bært.
Sr. Hallgrímur hefur verið, að hann
segir, heilsubezti maður, síðan hann lá
forðum í Reykjahlíð. Hólmfríður litla
Pétursdóttir er frískleikabarn, og dável
gáfuð, og so eru þau öll. Þeir bræður
Tómas 15 ára, Jónas 12 ára eru að læra,
og kennir Jón Guttormsson candidat
frá Prestaskólanum, sem kom að sunnan
í haust, nema Sr. Hallgr. hefur tillit með
hönum. Jón er að sjá og heyra stilltur
og gætinn. Það sýnist sem Tómas vilji
h'kjast föður sínum, með lyst til bókar-
innar, en um Jónas er bágra að segja,
hann er enn þá ungur og allra fjörug-
asta skepna, stór og þroskalegur. Stúlk-
urnar eru vel gáfaðar, og allt þetta unga
fólk fremur kviklegt, það á allt góða
daga.
Efnin eru í það heila tekin blessuð
og góð, en í mörgu er bújörðin óhæg og