Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 128

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 128
126 ANDVARI ÚR BRÉFUM SR. JÓNS ÞORSTEINSSONAR krefur stóra umhyggju, við hvörja Sr. Hallgr. hefur þess á millum orðið að slá slöku sökum veikinda konu sinnar. Eg nefni ekki, bili hann sjálfan heilsan, sem guð virðist að frávenda eftir sínum náðuga vilja! Kristfjárkelling, sem hér hefur verið um daga Sr. Hallgríms mjög bág í lund, er nú lögzt í kör, og gamall kall, ættingi Hemmerts, sem hér hefur lengi hreins- að dúninn, er að mestu setztur hér að og næstum kominn í rúmið. Er heimilið bæði þungt og mannmargt, en gestnauð- arköstin ógnarleg so nærri kaupstaðn- um. í heimilinu eru 29 fastir, og til- sagnarpiltur kemur í þessum dögum. Góðum guði sé lof! að þér blessast Gautlönd so vel, að þú hefur nú alla- reiðu byggt 2 sæmilegar og viðunandi jarðir í landi hennar, fjárhöldin so góð, og afnotasæl sérílagi, síðan geldfé var rekið austur. Allir láta ypparlega af byggingu þinni og einnig Sr. Jón á Skorrastað og þá Sr. Sigfús og Sr. Þor- steinn synir okkar. Þú hálfvegis ásakar þig að hafa innviklazt málavastri, en so heyrist mér á herra sýslumanni Schulesen, að málið muni ekki standa hætt á þína síðu og muni útfallið ekki fara fjærri uppástandi þínu eða tilætl- un, eins og hann ber þér ágætasta orð uppá gáfur og framsýni. Af bréfi Solveigar okkar elskulegrar til þeirra rnæðgna sé eg, að þér er af sýslumanni falin til umönnunar Guð- finna okkar, sem var á Geirastöðum, en því var ekki bróðir hennar, Ingjaldi á Mýri, að minnsta kosti falin sú umönn- um ásamt þér? Hann er hennar fæddi svaramaður, þó þú sért henni að vísu skyldur. Enn þá mun Ingjaldur minn vera við heilsu, og velmegun? Lengi hefi eg með angri hugsað um lukkunnar hverfulleika fyrir þeim góðu hjónum, fyrrum á Geirastöðum, trúföst og góð vóru þau mér. Alténd undraði mig, hvaða óvenju þaug létu eftir Jóni blinda, syni sínum. Mér fannst hann vilja ráðast í meira en ósjáandi manni væri tiltækilegt, en aldrei virtist mér fjærri lagi, að hönum væri gefið nokkuð rífara en hinum systkinunum, þar sem hann var so ógnar fatlaður. Og hann Jón á Einarsstöðum og Árni í Skörðum skuli ei finna ánægju sína við að aðstoða móð- ir sína sem bezt. Frá Auðnum mun ekki stórrar aðstoðar von, þar er undra mann- margt og ekki allt sem duglegast eða gæfusamlegast. En einn guð ræður mannanna lukkukjörum!! Meðan við gömlu og gráhærðu hjón- in lifum, lifir líka í hjarta okkar vak- andi þanki um velferð barnaskepna okkar. Og guð sé lof! Sú útsjón er okk- ur ekki nú so ofursorgleg. Jakobína mín stendur í nauðsynlegri og nytsamri stöðu hér á heimili, og sýnist það guðs ráð, að hún stefndist hingað, úr því Kristrún mín slóst niður í rúmið. Það angrar okkur því ekkert, þó hún sé enn nú óráðstöfuð, sem menn kalla. Benedikt fer fallega að ráði sínu og innvinnur sér heppilega sem okkur finnst bezt geta orðið. En hússmennskustaða hans er þröng og nokkuð bág. Við höfum reynt að tína að honum, allt hvað okkur hefur verið frekast mögulegt, enda sýnist hann hagnýta sér það, og að konu hans get- um við ekkert fundið, þó hún væri fá- tæk. Factor Svendsen hér á Bskifirði á eina systir hennar, og er henni það eng- inn óhagur. Fyrir högum Sigurgeirs ber eg mestan kvíðboga, og eru þeir mér þó ekki full- kunnugir. Hann á æðimikið fé og held- ur menn og skepnur allar mikið vel, en er víst í skuldum, hvað miklum veit eg ekki, er orðinn lúinn, tók sig aldrei aft- ur eftir sína stóru legu, þjónaði fjarska- lega, þegar hann fór að sjá um sjálfan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.