Andvari - 01.01.1980, Side 142
140
ÚR BRÉFUM SR. JÓNS FORSTEINSSONAR
ANDVARI
enginn mér, að það sé kornið á daginn.
Sr. ]ón á Hvanneyri skrifar mér og
berst undarlega þolinmóðlega af á sínu
harðbalabrauði. Hólmfríður ber sér
heldur en ekki, þaug eru ofur skepnafá.
Sr. Sigfús skrifar mér líka, vonar
hann eftir viðréttingu með tímanum.
Hann á nú hér um 90 ær, 40-50 lömb,
engan sauð. Hann segist hafa snúið
aftur sneyptur úr norðurferðinni. Eg tek
það til hjartans þakka, að þú hjálpir
mér með dálítið af smjöri 1. g. komandi
sumar, hvört eg verð lífs eða liðinn, því
smjörskuld lifir samt eftir mig. Hér var
það ófáandi í sumar sem leið. Eg tek til
20-30 pund, hefi eg beðið Pétur taka
við því og betala það fyrir mig. Mikið
var um sauðaskurð þinn í haust, og er
slíkt ætla eg með bezta móti við vatnið.
Eg bið að heilsa ]óni gamla mínum í
Hörgsdal og Hinrik, sé hann á Stöng.
Af minni eigin heilsu er það að segja,
að eg fer alltaf hnignandi að vonum
með líðanina fyrir brjóstinu. Þó hefur
þessi vetur verið mér þolanlegri en sá í
fyrra, það sem enn er komið, og þakka
eg mest því, hvað tíðin hefur verið rnild-
ari, því báðum okkur hjónum er kuld-
inn meinlegur, en bærinn og baðstofan
so köld.
Nú er eg búinn að mæða þig so lengi
með bréfi þess, sem ég bið þið virða á
betra veg. Góður guð virðist að ann-
ast ykkur og bevara blessuð hjónin með
blessuðum börnum ykkar, hvört þið
eruð heima eða fjarverandi, það mæla af
slíkri hjartans tilfinning, sem það væri
hin síðasta kveðja.
Ykkar síminnugu elskandi ástmenni
Jón, Þuríður, Jakobína, Hólmfríður.
Bezta ástarheilsan frá Sr. Hallgrími
og konu hans.