Andvari - 01.01.1980, Page 143
Nokkrar gamansamlegar vísur
hér nfjaðar upp til fyllingar í hcftisio\.
Kormáki skáldi finnst makara að mæla margt orð við Steingerði en elta mórauða
sauði um afréttu. Hann lætur því Tósta verkstjóra Þorkels föður Steingerðar, sem
orðinn er rnóður á hlaupunum, eftir hest sinn og segir: ljóst vendi mar (láttu nú
keyrið ganga á hann!)
Léttfæran skalt láta,
Ijóst vendi mar, Tósti,
móðr of miklar heiðar
minn hest und þér rinna.
Makara’s mér at mæla
an mórauða sauði
umb afréttu elta,
orð margt við Steingerði.
Sighvatur skáld Þórðarson er á ferð í Gautlandi, og er honum og förunautum
hans úthýst á hverjum staðnum eftir annan. „Þá fóru þeir enn um kveldit ok hittu
inn fjórða bóanda, ok var sá kallaðr beztr þegn þeira. Út rak sá hann. Sighvatr
kvað:
Fórk at finna báru,
fríðs vœttak mér, síðan
brjót, þanns bragnar létu,
bliks, vildastan miklu.
Grefs leit við mér gætir
gerstr. Þá es illr enn versti,
lítt reiðik þó lýða
löst, ef sjá es enn bazti.
Fórk síðan at finna báru bliks brjót (hinn örláta mann), þanns bragnar létu
rniklu vildastan (töldu langbeztan). Fríðs vættak mér (Ég vænti mér góðs eins).
Grefs gætir (Bóndi, hér kenndur til moldarverka sinna) leit við mér gerstr (ófrýni-
lega). Þá es enn versti illr, ef sjá es enn bazti; lítt reiðik þó lýða löst (mér er þó
ekki gjarnt að tala illa um fólk)