Andvari - 01.01.1980, Side 144
142
NOKKRAR GAMANSAMLEGAR VÍSUR
ANDVARI
Böðvar nokkur mun eitt sinn hafa brugðið Jóni Arasyni, víst á fyrri prest-
skaparárum hans, um að kunna ekki latínu. Jón svaraði þessu til:
.11 ií .
Látína er list mæt,
lögsnar Bödvar,
í henni eg kann
ekki par, Böðvar.
Þætti mér þó rétt
þitt svar, Bödvar,
ef míns væri módurlands
málfar, Böðvar.
Hér kemur vísa eftir Staðarhóls-Pál, þótt nokkuð sé þar grátt gamanið. „Sögn
er það, að eitt sinn, er Páll og kona hans áttust tal við og honum þótti hún mæla
vitleysu, þá hafi hann sagt“ (Jón Þorkelsson: Digtningen pá ísland i det 15. og 16.
Árhundrede, Kobenhavn 1888, bls. 385):
Lítið er lunga
í lóuþræls unga,
þó er enn minna
mannvitið kvinna.
Þá víkur sögunni allt fram á 19. öld, til Ljóðasmámuna Sigurðar Breiðfjörð, en
í öðrum þætti þeirra, er hann nefnir Pistla, fer fyrst Almennilegur pistill, ortur á
Grænlandi 1833, og hefst á þessa leið:
Þér íslendingar, yður bræður
og yður stúlkur, konur og mæður,
hvar sem þið finnizt Fróni á,
í fjósbásum eða lambakrá,
úti undir veggjum, uppi á skjá,
inni í stofum og loftum há,
í fjallgöngum eða fram um sjá
til fiskjar, svo sem henda má,
og hvers kyns störf, sem þið stritið viður,
virðist þér opin eyrun Ijá
og auðvirða kvæðarollu sjá,
því gegnum himin og höfin blá
hvellandi fram sér bragur ryður.
í þessari sinni sálmaskrá
Sigurður Breiðfjörð heilsar yður.