Andvari - 01.01.1980, Page 148
BRÉF TIL JÓNS SIGURÐSSONAR
1
f
t
❖
t
4*
t
4*
f
f
f
4*
ÚRVAL
Hið íslenzka þjóðvinafélag gefur nú út á vegum Bókaút-
gáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins 1. bindi úrvals
bréfa til Jóns Sigurðssonar í minningu aldarártíðar hans 7.
desember 1979.
Bókmenntafélagið gaf út á sínum tíma, á aldarafmæli Jóns
1911, eitt bindi bréfa hans sjálfs, og 22 árum síðar, 1933,
gekkst Bókadeild Menningarsjóðs fyrir útgáfu nýs safns
bréfa Jóns Sigurðssonar. í báðum bindunum eru alls 453
bréf Jóns til nær 50 viðtakenda.
í 1. bindi úrvals bréfa til Jóns Sigurðssonar eru bréfrit-
arar fjórir: Sveinbjörn Egilsson kennari á Bessastöðum og
síðar rektor í Reykjavík, Gísli Hjálmarsson læknir í Múla-
þingi og Austur-Skaftafellssýslu og Þingeyingarnir Sigurð-
ur Guðnason, Ljósavatni, og sr. Þorsteinn Þálsson, Hálsi.
Bréfin til Jóns Sigurðssonar segja oft mikla sögu ekki síð-
ur en bréf hans sjálfs. Allir, sem eiga bréf Jóns Sigurðs-
sonar, hljóta nú að bera sig eftir bréfunum til hans, og í
rauninni eiga bréfasöfn sem þessi erindi til allra, er unna
sögu þjóðarinnar og kynnast vilja ævikjörum og lífsviðhorf-
um liðinna kynslóða.
Bjarni Vilhjálmsson, Finnbogi Guðmundsson og Jóhannes
Halldórsson önnuðust útgáfu bindisins.
Bókaúígáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
;—-i—x--:—i—i—í-*í—í—í--i—í—i—*—i—i—í—
r*
ANDVARl f 980