Andvari - 01.01.1998, Síða 66
64
PÁLL VALSSON
ANDVARI
þær falla í góðan jarðveg með þjóðinni. Hvað á umkomulaust skáld að
gera? Á hann að velja Pétur þríhross eða Örn Úlfar og misjafnlega klára
tilfinningu sína, svo maður dragi upp heldur ósanngjarna hliðstæðu? Val
Sigurðar er auðvelt að gagnrýna, en líka í hæsta máta auðvelt að skilja. Það
hefur hins vegar verulegar afleiðingar fyrir hann og ritdómur Jónasar ríður
þar baggamuninn.
Ef ritdómurinn er lesinn vandlega og greindur frá sjónarhorni Sigurðar
Breiðfjörðs, þá leynir sér ekki að Jónas leitast við að koma höggi bæði á
Sigurð og Sunnanpóstinn. Dómurinn er gífurlega harðorður, á mörkum
velsæmis á vissum pörtum, en einkennist jafnframt af rökfestu og innblásn-
um sannfæringarkrafti. Jónas reynir samt að dylja reiði sína en beinir henni
inn í stílinn og því blundar hún í orðunum og veldur ásamt öðru sprengi-
krafti þeirra. En hann beitir jafnframt lævísum stflbrögðum til þess að
koma höggi á óvininn. Til dæmis er athyglisvert að hann nefnir Sigurð
Breiðfjörð aldrei á nafn, kallar hann aðeins „manninn“ eða „höfundinn“.
Hann beitir þeirri aðferð að forðast návígi við persónu Sigurðar Breið-
fjörðs, því auðvitað vissi hann að það nafn hafði vissan töfrahljóm meðal
landsmanna í skáldskaparsamhengi. Þetta er lævíst stflbragð, því með þessu
eykur hann tilfinningu lesanda fyrir hlutlægni, að Jónas einbeiti sér einung-
is að faglegum athugunum á efni og formi rímnanna sjálfra. Að sömu áhrif-
um miðar allt tal hans um að hann hafi tekist það leiðindaverk á hendur að
lesa þessar einskis nýtu rímur. Það er gert fyrir þjóðina. Jónas stillir hlutun-
um þannig upp að hann gangi tregur til leiks, leggi á sig þetta leiðindaverk
fyrir land og þjóð og íslenskar bókmenntir. Hann gerir sjálfan sig að eins
konar píslarvotti. Af sama tagi er hið niðurlægjandi tal um að þetta sé
þjóðarskömm og leirskáldin, þ.e. Sigurður, ættu fremur að sitja heima hjá
sér og prjóna meinlausan duggarasokk.
Á hinn bóginn má segja að Jónas geri ekki einu sinni tilraun til að breiða
yfir árásir sínar á Sunnanpóstinn, þvert á móti notar hann hvert tækifæri til
þess að hæða það tímarit. Þannig fléttar hann andstæðinga sína saman,
ræðst opinskátt á tímaritið en undir rós að hinni tilteknu persónu, vélar
þannig um að högg hans lendir á báðum!
Uppbygging ritdómsins er þannig vandlega hugsuð af hálfu Jónasar. Auk
stóryrða og áðurnefndra stflbragða notar hann ýmis klassísk mælskubrögð
til þess að sýna menntun, vald og yfirburði. Þannig er eftirtektarvert að
þegar Jónas hefur fundið efni rímnanna allt til foráttu, ímyndar hann sér
þau mótrök manna að ekki sé við rímnaskáldið að sakast; hlutverk þess sé
eftir hefðinni einungis að „kveða yfir söguna eins og hún sé“. Allt í lagi, en
þá skuli menn ekki „kippa sér upp við það þó aðrir, sem vit hafa á, geti
ekki kallað þess konar rímur skáldskap eða þá menn skáld sem hnoða
þeim saman.“12 Greinarmunurinn er hér á milli þeirra sem vit hafa á, þ.e.