Andvari - 01.01.1998, Page 78
76
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
ANDVARl
eigi ekki rót sína í lestri á kvæði Gríms - eins og vonandi er orðið ljóst -
heldur í ákveðinni hugmyndafræði um (íslenska) rómantík. Einn af sjálf-
sögðu hlutunum um íslenska rómantík er sá að hún einkennist af upphafn-
ingu íslenskra miðalda, eða fornaldarinnar eins og hún hefur nefnst fram á
síðustu ár. Um þennan streng í ljóðum Gríms segir Páll Valsson: „Söguleg-
ur áhugi, einkum á miðöldum, var einn gildasti þáttur rómantísku stefn-
unnar og vegsömun Gríms á þessum tíma er í fullu samræmi við hana.“16
Pótt hann bæti við stuttu seinna: „En það er ekki einungis að sjálfstæðis-
brýningin sé að mestu fjarri í kvæðum Gríms, heldur virðist sem forn-
aldardýrkunin sé með talsvert öðrum hætti í kvæðum hans en annarra ís-
lenskra skálda.“17
Ef komið er að kvæði Gríms með þær væntingar að öll vísun til fortíðar-
innar sé fornaldardýrkun, reynist fyrirhafnarlítið að lesa það inn í þetta
samhengi. Sá lestur verður aftur á móti ekki sannfærandi nema kvæðið sé
um leið ekki lesið, a.m.k. ekki í heild. Eins og sýnt hefur verið fram á hér
að framan er deginum ljósara að fornöldin hefur ekki einhlítt jákvætt gildi í
kvæðinu, þótt samtími tröllsins hafi það enn síður. Túlkun Sigurðar og Páls
byggir hins vegar á þeirri forsendu íslenska afbrigðisins af hugmyndafræði
rómantíkurinnar að fornöldin í sjálfri sér sé alltaf glæst. Pað má því tala um
að hér sé hugmyndafræði rómantíkurinnar endurframleidd í túlkun á
henni, og sú endurframleiðsla verkar jafnframt sem styrking þessarar hug-
myndafræði, þar sem hún sléttar yfir misfellu í ljóðum íslenskra skálda um
rómantíkina með því að snúa ljóði Gríms í fornaldardýrkun.18
Grímur Thomsen orti ekki mörg ættjarðarljóð með fornöldina sem við-
mið. I ljóðum hans er ekki að finna frjálsræðishetjur, eða horfna gullöld
sem fyrirmynd að endurreisn samfélagsins. Kvæði Gríms um fornöldina
eru því sem næst gjörsneydd öllum vísunum til annars en fornaldarinnar
sjálfrar. Það er með öðrum orðum aldrei auðvelt að sjá í ljóðum Gríms
beinar vísanir til samtíðarinnar. Fornöldin verður honum ekki tilefni til
beinnar gagnrýni eða umfjöllunar um samtíma sinn; um þetta segir Páll
Valsson:
Ólíkt t.d. Jónasi Hallgrímssyni, sem dregur upp mynd af glæstri hetjuöld sem stafar af
heildarljóma, þá einbeitir Grímur sér frekar að hinum einstöku hetjum sem skera sig
úr og aðdáun hans á fornöldinni virðist stundum einskorðast við þær. Hann notar
hetjurnar næstum aldrei til að draga af þeim víðtækar ályktanir heldur birtast þær
miklu fremur sem einstakar, nánast undantekningar, og má segja að Grímur telji það
fornöldinni helst til tekna að hafa fóstrað þessar hetjur.19
Eins og áður var bent á er þetta að vissu leyti rétt, en sá úrdráttur sem
kemur fram í orðum Páls á kannski ekki alveg rétt á sér. Með því að segja
að Grímur telji það fornöldinni „helst“ til tekna að hafa fóstrað hetjur er