Andvari - 01.01.1998, Page 83
andvari
BERGRISI Á BESSASTÖÐUM?
81
nokkra þýðingu. í þessu samhengi er vert að hafa í huga form ljóðsins og þá
ekki síður titil þess. Ljóðið heitir „Gunnars ríma“ sem vísar á epíska hefð
rímnanna. Rímur eru breiðar epískar frásagnir sem rekja og leiða til lykta ævi
þeirra kappa sem þær draga nafn af. Þannig mætti ætla að ljóð sem ber heitið
Gunnars ríma sé saga Gunnars bundin í rímnaform. Þess vegna er engin goð-
gá að líta svo á að í kvæðinu sé þjappað saman þeirri sögu í einn atburð sem
ætlað er að birta hana alla samkvæmt formúlunni pars pro toto. Slík hugsun
fellur enda vel að skilningi Gríms á formi heiðinnar rómantíkur og norræns
skáldskapar sem áður var lýst. Rétt eins og atburðir heillar ævi brjótast út í
einu atviki sem safnað hefur verið til lengi, getur stutt kvæði birt mikið og
djúpt efni. Ástæður þess að Grímur yrkir á þennan hátt um sögu Gunnars á
Hlíðarenda má finna í hugmyndum hans um íslenskar fombókmenntir. Við
þurfum ekki að gera ráð fyrir því að hann sé bara að dunda sér við að yrkja
UPP gamla sögu, né heldur að „Hallgerður sé skapforn, beggja blands og ung
norn[. . .] því Grímur kunni vel við slíkt fólk og mat návist þess öðrum frem-
Ur, ekki sízt ef það var skapfornt eins og hann sagði.“34
„Ríma“ Gríms um Gunnar á Hlíðarenda er nefnilega endurritun Njáls
s°gu sem ber vitni þeim hugmyndum sem Grímur hafði sjálfur um eðli nor-
rænna manna og form norræns skáldskapar. Þetta fimm erinda kvæði vísar
þannig á efni sem hefði verið fullboðið hvaða rímu sem er, örlögum heillar
®vi er hér þjappað saman í stakt atvik þar sem ástríðan fær útrás í athöfn.
I einu kvæða sinna gerir Grímur tengslin milli samtímans og fornaldar-
innar að umtalsefni, og er það að mínu mati við hæfi að ljúka umfjöllun um
tengsl Gríms við fornöldina á því að gera grein fyrir því. Kvæðið heitir
„Formáli“ og birtist fremst í Ljóðmælum Gríms frá 1906. Þar er að finna
söguskoðun sem er í góðu samræmi við annað sem Grímur skrifaði. Mér
sýnist að það gæti staðið sem formáli fyrir söguljóðum Gríms Thomsens
öllum, en það er mín túlkun, og ber ekki að taka of hátíðlega. Ekki er ætl-
Un mín að finna nýja „ævisögu“ Gríms Thomsens, að upphefja eitthvert eitt
ijóða hans sem stefnuskrá um sambandið við fornöldina fremur en önnur,
en „Formáli“ Gríms er gott dæmi um hugmyndir hans um fornöldina og
gefur betri vísbendingu um afstöðu hans til hennar en sú ævisögulega að-
ferð sem tekur mið af „sjálfslýsingum“ eins og „Bergrisa á 19. öld“.
Formáli
Víða eru vörður reistar
á vegum sögu þessa lands,
úr fornöldinni fljúga neistar
framtaksins og hraustleikans.