Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Síða 83

Andvari - 01.01.1998, Síða 83
andvari BERGRISI Á BESSASTÖÐUM? 81 nokkra þýðingu. í þessu samhengi er vert að hafa í huga form ljóðsins og þá ekki síður titil þess. Ljóðið heitir „Gunnars ríma“ sem vísar á epíska hefð rímnanna. Rímur eru breiðar epískar frásagnir sem rekja og leiða til lykta ævi þeirra kappa sem þær draga nafn af. Þannig mætti ætla að ljóð sem ber heitið Gunnars ríma sé saga Gunnars bundin í rímnaform. Þess vegna er engin goð- gá að líta svo á að í kvæðinu sé þjappað saman þeirri sögu í einn atburð sem ætlað er að birta hana alla samkvæmt formúlunni pars pro toto. Slík hugsun fellur enda vel að skilningi Gríms á formi heiðinnar rómantíkur og norræns skáldskapar sem áður var lýst. Rétt eins og atburðir heillar ævi brjótast út í einu atviki sem safnað hefur verið til lengi, getur stutt kvæði birt mikið og djúpt efni. Ástæður þess að Grímur yrkir á þennan hátt um sögu Gunnars á Hlíðarenda má finna í hugmyndum hans um íslenskar fombókmenntir. Við þurfum ekki að gera ráð fyrir því að hann sé bara að dunda sér við að yrkja UPP gamla sögu, né heldur að „Hallgerður sé skapforn, beggja blands og ung norn[. . .] því Grímur kunni vel við slíkt fólk og mat návist þess öðrum frem- Ur, ekki sízt ef það var skapfornt eins og hann sagði.“34 „Ríma“ Gríms um Gunnar á Hlíðarenda er nefnilega endurritun Njáls s°gu sem ber vitni þeim hugmyndum sem Grímur hafði sjálfur um eðli nor- rænna manna og form norræns skáldskapar. Þetta fimm erinda kvæði vísar þannig á efni sem hefði verið fullboðið hvaða rímu sem er, örlögum heillar ®vi er hér þjappað saman í stakt atvik þar sem ástríðan fær útrás í athöfn. I einu kvæða sinna gerir Grímur tengslin milli samtímans og fornaldar- innar að umtalsefni, og er það að mínu mati við hæfi að ljúka umfjöllun um tengsl Gríms við fornöldina á því að gera grein fyrir því. Kvæðið heitir „Formáli“ og birtist fremst í Ljóðmælum Gríms frá 1906. Þar er að finna söguskoðun sem er í góðu samræmi við annað sem Grímur skrifaði. Mér sýnist að það gæti staðið sem formáli fyrir söguljóðum Gríms Thomsens öllum, en það er mín túlkun, og ber ekki að taka of hátíðlega. Ekki er ætl- Un mín að finna nýja „ævisögu“ Gríms Thomsens, að upphefja eitthvert eitt ijóða hans sem stefnuskrá um sambandið við fornöldina fremur en önnur, en „Formáli“ Gríms er gott dæmi um hugmyndir hans um fornöldina og gefur betri vísbendingu um afstöðu hans til hennar en sú ævisögulega að- ferð sem tekur mið af „sjálfslýsingum“ eins og „Bergrisa á 19. öld“. Formáli Víða eru vörður reistar á vegum sögu þessa lands, úr fornöldinni fljúga neistar framtaksins og hraustleikans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.