Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 92

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 92
90 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI friðsamasta landi Evrópu, Sviss. Elísabet mátti með nokkrum krókaleiðum heita arftaki sjálfrar Lívíu, eiginkonu Ágústusar og síðar rómverskri gyðju. Hún var einnig talin ein fegursta kona Evrópu.3 Það var fáránlegt að kona á slíkum hátindi mennskrar tilveru væri myrt af galókunnum fátæklingi sem slyppi þar að auki lífs frá slíkum glæp því að dauðarefsing var ekki leyfð í Sviss. En jafnvel þetta gat gerst á þessum fordæmalausu árum.4 Jón Skúlason Thoroddsen fæddist á ísafirði 18. febrúar árið sem Zola reis upp til varnar Dreyfusi og Sissí keisaraynja fór grunlaus að spássera til fundar við banamann sinn. Ævi Jóns varð stutt. Hann lést á gamlársdag 1924, eftir að hafa gengið fyrir sporvagn í Kaupmannahöfn fáum dögum fyrr. Þrátt fyrir ungan aldur náði hann að lifa innreið nútímans á íslandi. Is- lendingar fengu heimastjórn og fullveldi, togara og íslandsbanka, svo að ekki sé minnst á heimsstyrjöldina í Evrópu og afleiðingar hennar sem setti svip á alla Evrópumenn, einnig íslendinga sem fengu smjörþef af þessum mikla mannfelli æskunnar í lok hildarleiksins þegar spænska veikin kom sunnan úr Evrópu eins og refsivöndur á hina fjarlægu þjóð sem hafði staðið utan átakanna. Jón dó frá heimi sem hafði tekið marga kollhnísa á skömm- um tíma.5 Hræringar áranna 1898-1924 höfðu í för með sér það endurmat allra gilda sem Nietzsche hafði kallað eftir. Á þessu skeiði þroskuðust heim- spekilegar og stjórnmálalegar hugmyndir sem enn þykja nýjar og frumlegar og birtust m. a. í nútímalegum skáldskap. í Englandi neituðu ung skáld að taka nokkuð gilt úr fortíð Viktoríutímans sem Virginia Woolf líkti við sakamann í réttarsal. Til átaka kom milli hins nýja og hins gamla, ekki síst við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar hin gömlu gildi ruddust fram eins og Skeiðarárhlaup þjóðernisstefnu og hernaðarhyggju en þó urðu nokkrir til að standa í vegi fyrir því flóði. Ekkert gat orðið aftur samt, jafn- vel ekki íslenskar bókmenntir þó að straumar að sunnan væru stundum seinir að berast til þessarar Grímseyjar Evrópu. Hvergi í íslenskum bókmenntum eru átök og uppreisnargirni þessara ára skýrari en í Flugum Jóns Thoroddsens sem fyrir kenjar örlaganna komu út sama ár og Eyðiland T. S. Eliots og Odysseifur James Joyce. Þrátt fyrir þann reginmun sem er á skáldskap Jóns og þessara nýjungamanna eru Flugurnar einnig til marks um þá sterku tilfinningu ungra skálda í gervallri Evrópu eftirstríðsáranna að nú væri allt breytt og nýr tími krefðist nýrrar hugsunar í skáldskap. Heimsmynd hugsjónamanna við upphaf tuttugustu aldar var gjörólík heimsmynd rómantískra byltingarmanna og raunsærra vísindahyggju- manna nítjándu aldar. Á nítjándu öld höfðu skáld fundið til en á tuttugustu öldinni fannst skáldum þau finna til.6 í Flugum Jóns Thoroddsens kemur hvað eftir annað fram að hann er ekki eigin herra. Aðrir fara í bindindi en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.