Andvari - 01.01.1998, Side 116
114
KRISTJÁN B. JÓNASSON
ANDVARI
Það er fyrst þegar menn eru orðnir ríkir að þeir verða hættulegir. Þá verður þeim
sama af því peningarnir eru ríki þeirra og allt tal um land og menningu og tungu
verður ekki annað en óþægilegt kjaftæði. Peningalaus maður á aftur á móti ekkert
nema þetta þrennt, jafnvel þótt það sé veðsett (bls. 194-195).
Arðbærni framleiðslunnar er því í senn nauðsynleg - „harmsaga“ Einars
undirstrikar það - og hættuleg. Sú staðreynd að tæknin er komin í sveitirn-
ar - sé miðað við útgáfuár bókarinnar - er undirtónninn í framfararæðu
Einars og öllu hans brölti, en brottflutningur hans til borgarinnar sýnir
glöggt að í verkinu er stefnt að því að halda tækninni í þéttbýlinu og nátt-
úrunni í sveitinni. Land og synir einkennast af vilja til að skipa tækni og
náttúru niður á borg og sveit. Hafi Sjötíu og níu af stöðinni verið lýsing á
heimi tækninnar, af lífi með tækni og vélum, hverfur Indriði frá þeim vett-
vangi til að skrifa um samruna náttúru og sjálfsmyndar í sveitunum fyrir
daga tæknivæðingarinnar, fyrst í Landi og sonum með hliðsjón af átökum
efnahagslegrar rökvæðingar og tilfinningalegra tengsla við land og sveit, en
síðar í Pjófi í Paradís út frá hugmyndinni um Arkadíu, um hjarðsæluland
þar sem maðurinn lifir einföldu en hamingjusömu lífi úti á landsbyggðinni.
En í Landi og sonum eru nokkur athyglisverð merki um véltækni mitt í
sveitasælunni og þessi litlu merki segja mikið um hvernig andstæður borg-
ar/sveitar, tækni/náttúru skarast þrátt fyrir allt. Helsta tákn vélvæðingarinn-
ar er þjóðvegurinn. Nærvera hans sýnir að ekkert er eins og það var, að nú-
tíminn er smám saman að smeygja sér inn í sveitina, því munurinn á sveit
og borg felst ekki lengur í aðskilnaði tveggja rýma, tveggja samfélagsgerða,
eins og hann gerir í hefðbundnum hjarðskáldskap, heldur hefur hreyfanleg
vélin tekið við af borginni sem fulltrúi siðferðislegs uppnáms og vafasamrar
forfrömunar og hún er í raun þegar búin að aka yfir sveitina áður en sveita-
fólkið fær tækifæri til að átta sig á því.17 Aðskilnaður véltækni og sveitar
sem gert er svo mikið úr í ræðu Einars í 11. kafla er í raun alls ekki eins af-
gerandi í textanum og þar er látið í veðri vaka. Ólafur hefur nefnilega
þennan veg ætíð fyrir augum og veit að upp er runnin „ný öld“ (bls. 64), en
hann stillir þessari öld upp gegn „landinu“ og vísar henni um leið frá sér.
Annars vegar er hreyfing sem er „landlaus“, hins vegar er landið sem er
sakka sjálfsmyndarinnar og því „kyrrstætt“. Ólafur getur ekki miðlað nú-
tímavæðingunni, einfaldlega vegna þess að hún talar ekki til hans, hann
hefur enga reynslu af henni. „Sjálfur hafði hann aldrei farið í rútu. . .“ (bls.
67), er sagt um hann. „Langholtið og hóllinn voru hans land og þau fjöll,
sem hann sá frá þessum árbakka, túninu og bithaganum fyrir ofan Gils-
bakka. Og ekkert land gat komið í staðinn fyrir það“ (bls. 67). Sífellt rót og
hreyfing gerir einstaklingnum ómögulegt að ná sambandi við „sinn stað í
tilverunni“, við það sem býr í náttúrunni næst honum - það sem gerir hann
í raun að manni. Þessi hugmynd um að samruni manns og náttúru eigi sér