Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2008, Side 129

Andvari - 01.01.2008, Side 129
andvari LANDFLUTNINGAR 123 hugmyndir um hið háleita og módernísku hugmyndina um málverkið sem tvívíðan flöt þakinn málningu. Hann leitast við að má út mörk af ýmsu tagi: milli huglægs og hlutlægs veruleika; milli afstraktsjónar og hlutbundinnar framsetningar. Himinn og jörð renna saman í nánast áþreifanlegu „andrúms- lofti“ sem málarinn nær fram með næmri efniskennd og meðvituðu, kerfis- bundnu málunarferli. Verk Georgs Guðna njóta mikillar virðingar og búa nú þegar yfir listsögu- legu vægi. En sem samtímalist eru þau einnig til dæmis um að enn má skapa landslagsverk sem opna nýja og ferska sýn á landið. Svipað mætti segja um verk Eggerts Péturssonar, svo vísað sé til mjög ólíkra landslagsverka. Jafnvel í hinni borgaralegu stöðu sófamálverksins geta verk sem þessi því verið ögr- andi gáttir út í náttúru landsins. Á hinn bóginn geta slík verk, sem jafnframt eru eftirsótt markaðsvara, orðið annars konar sýn að bráð, eða því sem kalla mætti myndnám (með hliðsjón af landnámshugtakinu). Málverk eru iðulega nýtt sem virðulegt baksvið í annarri sýningu, til dæmis viðtölum við stjórn- málamenn eða annað fólk sem er í sviðsljósinu.21 Staða slíkra listaverka er í besta falli tvíbent; segja má að í slíkri fjölmiðlun geti falist viðurkenning á fagurfræðilegu gildi þeirra, en hinsvegar eru þau hér í þjónustuhlutverki, eru jafnvel eins konar veggfóður eða ígildi leiktjalda í sviðsetningu. Borgin og náttúran Áður en sagt er skilið við sófamálverkið, má geta þess að þær Anna Jóa og Olöf Oddgeirsdóttir fóru einnig um byggðir Vestur-íslendinga í Manitoba (Kanada) og Norður-Dakóta (Bandaríkjunum) til að kanna hlut íslenskra táknmynda (m.a. minjagripa) í heimilismenningu þeirra, og það menning- arminni sem lesa má úr slíkum myndum.22 Á þeim slóðum er sófamálverks- hefðin ekki eins sterk, en þó má víða finna íslensk landslagsmálverk í stofum, til dæmis sófamálverkið á mynd 8. Jökullinn, sem hér hangir á vegg í Vesturheimi, er reyndar geysivinsælt við- fangsefni íslenskra myndasmiða - bæði ljósmyndara og málara - og eitt helsta augnayndi Reykvíkinga sem og annarra íbúa við Faxaflóa.23 Og nú er ekki seinna vænna, eftir alla umræðuna um flutning náttúru til höfuðborgarinnar, að taka fram að borgin sjálf er vitaskuld ekki náttúrulaus staður. Þótt við lítum hér framhjá þeirri mikilvægu staðreynd að borgarlíf er í sjálfu sér ákveðið náttúruform, og höldum okkur við þann skilning á hug- takinu náttúra sem miðast við andhverfu þéttbýlis, við svæði sem ekki eru að mestu lögð undir mannvirki, þá er slík svæði vissulega að finna á höfuðborgar- svæðinu. Öskjuhlíð, Tjörnin, Elliðaárdalur, Heiðmörk, hafið og strandlengjan (auk þess sem veðrahamurinn minnir oftar en ekki á hin sívakandi nátt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.