Andvari - 01.01.1937, Síða 13
Andvari
Dr. Valtýr Quðmundsson
9
sem að vísu var ekki farið fram á stjórn búsetta á ís-
landi, en mælt með þeim kröfum alþingis, að sérmál
íslands skyldu ekki borin upp í ríkisráðinu, og að ísland
fengi sérstakan ráðgjafa með fullri ábyrgð fyrir alþingi.
Samt var nei stjórnarinnar ekki með öllu svo þvert nú
sem fyrr hafði verið. Dr. Valtýr flutti frumvarp til stjórn-
arskrárbreytingar, vafalaust í samráði við þáverandi ís-
landsráðgjafa Rump, en Nellemann, sem sleppt hafði
ráðgjafaembætti árið áður, mun hafa átt mikinn þátt í
því, og átti það vísa staðfestingu, ef samþykkt yrði af
alþingi. Aðalefni frumvarpsins var, að ráðgjafi íslands
skyldi eiga sæti á alþingi og bera fyrir þinginu ábyrgð
allra stjórnarathafna sinna, en ekki að eins á því, að
stjórnarskráin væri haldin, eins og ábyrgð ráðgjafans
var háttað eftir stjórnarskránni frá 1874. Tilgangurinn
var vitaskuld sá, að ráðgjafinn yrði íslendingur, en búsettur
í Kaupmannahöfn eftir sem áður. Urðu skiptar skoðan-
ir um frumvarpið þegar er það kom fram. Dr. Valtýr
og þeir, sem honum fylgdu, lögðu áherzlu á það, að
eftir frumvarpinu ætti ráðgjafinn að vera Islendingur,
mæta á alþingi og bera fyrir því fulla ábyrgð, og töldu
þetta mikla stjórnarbót, þar sem ísland hafði þá útlend-
an ráðgjafa, sem aldrei leit landið augum, gegndi öðru
miklu umfangsmeira ráðgjafaembætti og var því nær á-
byrgðarlaus. Aftur á móti töldu sumir frumvarpið fara í
öfuga átt, því að íslenzkur ráðgjafi í Höfn mundi verða
ráðríkari en hinir dönsku íslandsráðgjafar, og taka til
sín mikið af því valdi, sem þeir létu landshöfðingjann
fara með, og mundi vald á þann hátt flytjast út úr Iand-
inu. Raddir heyrðust í báðum deildum þingsins um nauð-
syn á alinnlendri stjórn, búsettri í landinu sjálfu, en það
atriði skipti samt ekki flokkum, heldur hitt, hvort
alþingi skyldi sætta sig við uppburð íslenzkra sér-