Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1937, Page 18

Andvari - 01.01.1937, Page 18
14 Dr. Valtýr Guðmundsson Andvari stjórnarbót svo mikla sem verða mætti, að óbreyttri bú- setu íslandsráðgjafa í Höfn, en frá henni fengust hægri menn alls ekki til að víkja. Töldu valtýingar frumvarpi þessu vísa staðfestingu, enda var kominn nýr íslands- ráðgjafi, Goos, einn af merkustu lögfræðingum Dana, og hefur hann auðvitað samið konungsboðskapinn til þingsins, en eftir þeim boðskap þótti mega vænta heldur meiri tilhliðrunarsemi af stjórnarinnar hálfu nú en fyrr. Á alþingi 1901 urðu deilurnar um stjórnarskrármálið öðruvísi en verið hafði á þingunum 1897 og 1899, og snerust nú um búsetu ráðgjafans. Andstæðingar valtýsk- unnar kröfðust þess, að hann yrði búsettur á íslandi, og eftir þeirri kröfu nefndu þeir sig heimastjórnarflokk, en valtýingar nefndu sig framsóknarflokk. Um flutning islenzkra sérmála fyrir konungi var ekki ágreiningur milli flokkanna, heldur hurfu heimastjórnarmenn að sama ráði sem valtýingar, að ákveða ekkert um það efni í stjórnarskrá. Fám dögum eftir að framsóknarmenn höfðu flutt frumvarp sitt, báru heimastjórnarmenri, sem voru tíu í neðri deild, fram annað frumvarp, um ráðgjafa búsettan á fslandi, og skyldi annar ráðgjafi vera í Kaup- mannahöfn, sem einskonar varamaður ráðgjafans á íslandi. Svo fór, að tíu manna frumvarpið var fellt í neðri deild með 12 atkv. gegn 10, og samþykkti deildin frumvarp framsóknarmanna með sama atkvæðamun. Þenna meirihluta áttu þeir því að þakka, að einn af andstæðingum þeirra, Arnljótur Olafsson, gat ekki sótt alþingi vegna veikinda, og gátu framsóknarmenn eytt einu atkvæði fyrir heimastjórnarmönnum, með því að kjósa deildarforsetann úr þeirra flokki. Kom nú stjórnar- skrármálið til efri deildar, og á meðan það var þar til meðferðar, fréttist frá Danmörku, að hægristjórnin væri farin frá og vinsírimenn komnir til valda. Bjuggust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.