Andvari - 01.01.1937, Síða 19
Andvari
Dr. Valtýr Guömundsson
15
heimastjórnarmenn við meira frjálslyndi í málum vor-
um af vinstrimönnum en hægristjórnunum, töldu rétt
að samþykkja ekki stjórnarskrárfrumvarp á því þingi,
og báru fram í neðri deild tillögu til þingsályktunar,
sem fór fram á innlenda stjórn, en hún var felld. Var
frumvarp framsóknarmanna samþykkt í efri deild með
6 atkv. gegn 5, og afgreitt frá alþingi. Efri deild sendi
konungi ávarp, þar sem látið var í ljós, að íslenzka
þjóðin mundi ekki ánægð með aðra stjórnarskipun en
þá, að æðsta stjórn landsins í sérmálum þess væri búsett
i landinu sjálfu, og lét framsóknarflokkurinn þannig uppi
þá skoðun, að hann teldi frumvarp sitt, þó að staðfest yrði,
engin fullnaðarúrslit á stjórnarskrármálinu. — Á þinginu
1901 var dr. Valtýr formaður meirihlutans, en fram-
sögumenn flokksins voru Guðlaugur Guðmundsson í
neðri deild og Hristján Jónsson í efri deild. Formaður
heimastjórnarflokksins og framsögumaður hans í neðri
deild var Hannes Hafstein, sem þá var nýr þingmaður.
Hinn 10. janúar 1902 var gefinn út konungsboðskapur
til íslendinga, þar sem því var heitið, að aukaþingið,
sem háð skyldi á sumri komanda, fengi að velja um
frumvarp alþingis 1901 óbreytt, eða með þeirri breyt-
ingu, að ráðherra íslands og stjórnarráð ætti aðsetur í
Reykjavík. Þessum boðskap var vel tekið af báðum
flokkum, og voru þeir á einu máli um það, að kjósa
heldur stjórn búsetta innan lands en í Höfn, þegar um
hvorttveggja var að velja. Alþingi var rofið og kosn-
ingar fóru fram vorið 1902, og varð heimastjórnarflokk-
urinn í meirihluta. Foringjar beggja flokka, dr. Valtýr
og Hannes Hafstein, féllu við kosningarnar, og var því
hvorugur þeirra á aukaþinginu, sem kom saman 26. júlí.
Féll dr. Valtýr fyrir Jóni Magnússyni, sem hafði komið
honum á þing forðum. Stjórnin lagði fyrir aukaþingið