Andvari - 01.01.1937, Síða 32
28
Fiskirannsóknir
Andvart
höldnu til lands. Nokkurir bátar, sem höfðu verið *vo
djúpt, að þeir sáu ekki merkið, komust viðstöðulaust til
lands. — f annað skipti, er ég kom í plássið, var það
fyrsta sem ég heyrði, að nokkur skip hefðu þá um dag-
inn snúið frá ófæru sundinu, en hefðu öll náð landi
»fyrir austan nesið* í Þorkötlustaðanesi.
Síðari vorferðina fór ég nokkuru fyrr á vertíðinni,
16.—21. apríl. enda var hrygningin nú skemmra á veg
komin en í fyrra skiftið; eggin að byrja að losna í flest-
um hrygnum, fáar hrygndar og svil í samsvarandi á-
standi. Sýnir það enn einu sinni, að hrygning þorsksins
við SV-strönd landsins byrjar ekki að ráði fyrri en um
miðjan apríl og stendur yfir í mánuð, eða til vertíðar-
loka. Afli var nú fremur lítill og all-frábrugðinn því, sem
hann hafði verið undanfarin ár, bæði í Grindavík og
annars staðar við SV-ströndina. Þá var mikill afli af
mögrum fiski á lóð, samfara loðnuleysi, en nú mjög lít-
ill, eins og þessi fiskstofn væri að ganga til þurrðar, en
all-góður afli af netafiski, stórum og feitum á fisk
og lifur, samfara all-miklum loðnuhlaupum (sjá síðar),
kominn í staðinn, en varð minni en skyldi, vegna þess,
að marga vantaði net, þau ýmist orðin úr sér gengin
við langa og lélega geymslu, eða seld burtu í aðrar
sveitir. Menn fengu þessa daga 400—600 fiska í eina
trossu og þykir það góður afli. Eg sá sumt af þessum
fiski; flest voru það ógotnir hængar með tóman maga
(loðnan var fyrir löngu um garð gengin, gekk í vertíð-
arbyrjun). Á lóðina var, sem sagt, mjög tregt og mis-
jafn fiskur, tómur eða með fiskslóg í maga, mikið af
keilu, miðlungs og smárri, margt af karfa, miðlungs og
smáum, einstaka stórufsi, langa (helst smá), ýsa, lýsa,
tindaskata o. fl.; háfur og skata hafði og fengizt áður
og fór allur sá ruslfiskur í beinaherzluna, en ufsinn var