Andvari - 01.01.1937, Qupperneq 44
40
Fiskirannsóknir
Andvari
garðar* eru nöfn á gömlum grjótgörðum, sem hlaðnir
hafa verið út í mjóa og grunna voga til fyrirstöðu við
síld- og laxveiðar, og eru leifar af einum slíkum garði
í Grafarvogi fyrir innan Reykjavík. Ovíst er, hvenær
þessi og aðrir slíkir garðar eru fyrst til orðnir og ekk-
ert er skráð um síldveiðar við Faxaflóa á liðnum öld-
um fyrri en eftir aldamótin 5 800, er kaupmenn í Hafn-
arfirði voru að gera tilraunir með fyrirdráttarnet þar í
firðinum, líkt og menn höfðu áður gert nokkuð að á
Akureyri og ísafirði1). En þessar tilraunir féllu niður
aftur og virðist sem lítið eða ekkert hafi verið fengizt við
síldveiðar syðra fyrri en um eða eftir 1870 og þá senni-
lega fyrir áhrif síldveiðanna, sem Norðmenn voru þá
farnir að stunda á Austfjörðum. Hafa þessar fyrstu veið-
ar víst eingöngu verið veiðar með lagnetum inni við
land, til þess aðallega að afla síidar tii beitu.
Það mun hafa verið um eða laust eftir þjóðhátíðina
(1874), að menn við sunnanverðan Faxaflóa, í Keflavík,
Njarðvíkum og inn með, fóru að gera tilraunir til að
veiða síld, til beitu áðallega, með 20—30 fðm. löngum,
3—5 fðm. djúpum lagnetum og um 1880 voru þau orð-
in nokkuð algeng og farin að breiðast út til nágranna-
sveitanna. Eg man það, að um eða laust fyrir 1880 fengu
nokkurir Grindvíkingar sér »síldarvörpur« (eins og þeir
nefndu og nefna enn vanaleg síldarlagnet af ofangreindri
stærð). Um 1880 var stofnað síldveiðafélag í Reykjavík
í þeim tilgangi að veiða síld í lagnet til beitu og út-
flutnings; en það lifði skammt og tilraunin til að verka
síld til útflutnings lánaðist ekki. — 011 þessi síldveiði var
lagnetaveiði inni við land. Fyrst kringum 1890, þegar
1) Sjá frekara: Um síld og síldarveiðar eftir Árna Thorsteins-
son, landfógeta. Tímar. Bmfél. IV., bls. 3—5, Fiskana, bls. 415—
416 og Skýrslu 1896, bls. 168—169.