Andvari - 01.01.1937, Page 48
44
Fiskirannsóknir
Andvari
byrjun marz var mikil síld i og með fiskinum á Selvogs-
banka og óð þar uppi með þorski og ufsa 10/2 —25/3 —12:
Síðan í miðjum jan. alltaf vart við hafsíld í þorski við
Vestm. og 17/3 mikil hafsíld í fiski á Selvogsbanka.
— 15/3 —17: Mikil hafsíld undir Söndum og í öllum
þorski á Selvogsbanka. — Síld nýgengin við Vestm. 3/3
—25 og á Selvogsbanka sást hún (vorg.) til 15/3 — 25/3
—27. — Töluverð síld í fiski Vestm. 12/4 —30. — Haf-
síld veidd nýlega í reknet við Vestm. 20/4 —31. Stór-
síldar vart við Vestm. og úr því til 2/5. — það sem hér hefir
verið sagt um síld um háveturinn við S.-ströndina, er
sennilega ekki nema lítið eitt af því, sem í raun og
veru hefir gerzt, þar sem fáar athuganir hafa verið gerð-
ar sökum þess, að engin síld er veidd á þessu svæði í
jan.—marz og myrkrið torveldar alla athugun. Geri eg
því ráð fyrir, að mikið sé af síld þarna á þessum tíma,
enda þótt menn verði hennar lítið varir.
Þegar kemur fram í apríl, virðist stórsíldin fara (vorg.-
síldin að lokinni hrygningu eða samfara henni) að ganga
nær landi og verður úr því vart með allri S.-ströndinni
frá Hornunum til Reykjaness. i°/s —17 var mikil haf-
síld í Mýrabug (úti fyrir Hornaf.) og oft verður síldar
vart við Vestm. í apr.—maí, stórsíldar og millisíldar, eins
í Grindavík (sbr. Rannsóknarskýrslur Árna Friðrikssonar
og mínar), sem þó er oftast veidd nokkuð til beitu, en
hún virðist ekki dvelja þar lengi, heldur hraða sér burtu
(vestur á bóginn út á Eldeyjarbanka og norður í Jökul-
djúp?)
Þegar líður fram á sumarið, safnast feikn af millisíld
og smásíld á þessar slóðir og fitnar, þegar líður á sum-
arið, svo að hún verður spiksíld. En innan um er lika
stundum (eða árlega) sumargotsíld, sem gýtur þar eflaust
víða, t. d. við Vestm. í júlí 1919. (Skýrsla 1919—20,