Andvari - 01.01.1937, Síða 51
Andvari
Fiskirannsóknir
47
> Hafnarfjörð, Kollafjörð, Hvalfjörð, Borgarfjörð og senni-
lega inn undir Mýrar og Snæfellsnes og getur dvalið
þar langdvölum. Stórsíldin er þar sjaldséðust og hverfur
^Yfst (í okt.?), getur þó verið þar fram i desbr., eins og
d-, er hún veiddist í Rvík 10/i2 —1922. MiIIísíld og smá-
síld þrauka oft langt fram á haust, fram í nóv.—desbr.,
k d. í Rvík til 23/n —1923, en smásíld (kópsíld), og stund-
u>n slæðingur af millisíld getur verið á Kollafirði fram
Yfir nýár, eða ef til vill allan veturinn.
Það er þó ekki svo að skilja, að síldin sé öll ár eða
arviss, á ýmsum þessum slóðum; það eru eflaust mikilára-
skipti að henni. Þannig er það við Reykjavík og í nágrenni
hennar, þar sem eg hefi getað bezt fylgzt með. Sum
3fin hefir verið þar mikil síld, önnur Iítil og mörg eng-
>n, svo að vart yrði við — og tíðast er það millisíld og
smásíld, en stórsíld sjaldgæf. 25 af þeim 40 árum, sem
athuganir mínar ná yfir, hefir síldar orðið vart, hin ekki,
svo vitað sé; það hafa verið eitt og eitt ár í senn, sjald-
311 2 eða 3.
Es geri ráð fyrir, að síldin sé töluvert árvissari í ut-
anverðum Flóanum, eins og við hann sunnanverðan, þar
sem dýpið er meira, enda þótt lítið sé það reynt, og
undir veturinn, í okt.—nóv., yfirgefur hún víst Flóann,
að minsta kosti stærri síldin og safnast um hríð úti
^yrir honum á N-Köntum, eða i Miðnes- og Hafnasjó,
áður en hún, í kringum sólstöðurnar, leitar út í djúpin.
Eg hefi nú mjög stuttlega (vegna plássleysis í »And-
vara«) reynt að sýna fram á, að útlit sé fyrir, að mikil
gnaegð síldar sé að staðaldri við S- og SV-strönd
landsins, svo mikil mergð, að vel geti hún borið uppi
u>iklar síldveiðar á þessum slóðum, þrjá fjórðu hluta
arsms, eða frá vorjafndægrum til vetrarsólhvarfa, ef