Andvari - 01.01.1937, Síða 59
Andvari
Fiskirannsóknir
55
veiðic). Hinsvegar efast ég um, að skarkolinn hrygni
1 svona litlu vatni, og gæti ég betur trúað því, að hann
Sengi í sjó, þótt ekki væri lengra en í Axarfjörðinn,
þegar hrygningin stæði fyrir dyrum. Loðna gekk mjög
í Lónin vorið 1935 og síldarseiði líka. — Annars væri
full ástæða til að Lónin yrðu rannsökuð ítarlega í líf-
fræðilegu tilliti, ásamt öðrum lónum hér, þegar því yrði
við komið. Ðjörn bóndi á þökk skilið fyrir þann skerf,
sem hann hefir lagt til þekkingarinnar á Lónunum hjá
sér, og getur eflaust sagt meira um þau, einkum um breyt-
ingar þær, sem þau, líkt og önnur lón, eru undirorpin.
Arið 1920 voru liðin 25 ár frá því að ég, sumarið
1896, byrjaði á fiskirannsóknum þeim, er ég síðan hefi
unnið að. Minntist ég þess stuttlega í skýrslu minni
1919—20, bls. 73—85 og gerði þar stutta grein fyrir
ástaeðum mínum fyrir því, að ég lagði út í þær, sem og
fyrir því, hvernig ég hagaði þeim og samvinnu minni
við útlenda starfsbræður; skýrði frá ýmsum merkilegum
atriðum viðvíkjandi fiskimálum, samþyktum þar að lút-
andi og afstöðu minni til þeirra og í næstu skýrslu
(1921—22, bls. 108—111) gaf ég stutt yfirlit yfir allar
skýrslur mínar, 1896 — 1920 og efni þeirra, þeim til leið-
beiningar, er vildu leita fróðleiks í þeim.
A síðastliðnu sumri voru liðin 15 ár í viðbót við þau
25, er minst var 1920, eða 40 ár frá byrjun rannsókn-
anna. Tel ég því ekki eiga illa við, að minnast þessara
f5 viðbótar-ára, sem síðasta kaflans af þessum 40 ára
starfstíma mínum, að nokkuru, ekki sízt vegna þess, að
e9 geri ekki ráð fyrir að birta fleiri skýrslur af þessu
f®i, þar sem heilsa mín leyfir mér ekki löng né ströng
ferðalög, en mun láta mér nægja, ef líf og heilsa leyfir,
að gera athuganir heima fyrir og vinna úr gögnum, sem