Andvari - 01.01.1937, Qupperneq 61
Andvari
Fiskirannsóknir
57
lendum slarfsbræðrum niðurstöðurnar af rannsóknum
wínum (þrjár ritgerðir á ensku um aldur og vöxt þorsk-
fiska vorra1), sumpart að því að kynna löndum mínum
hin æðri dýr íslenzk: fiska, spendýr og fugla, í 3 all-
stórum ritum, er komið hafa út í þeirri röð sem þau eru
talin hér, fiskarnir 1926, spendýrin 1932 og fuglarnir 1936.
Samfara því, að starf mitt á sviði sjófiska-líffræðinnar
tór vaxandi þessi ár, dró smámsaman úr rannsóknum
toínum á lífsháttum vatnafiskanna, enda ekki gott að
sanreina þessar rannsóknir, nema að litlu leyti, en í
niinn stað tók þar við nýr maður, mag. sci. Pálmi Hannes-
son (nú rektor) og menn, sem unnu eða vinna að klak-
tilraunum á laxi og silungi. Afskiptum mínum af vatna-
veiðimálum er þó ekki þar með lokið, því að ég hefi
siðustu 4 árin átt sæti í nefnd þeirri, er samkvæmt lax-
veiðalögunum frá 23. júní 1932, á að vera ríkisstjórn-
lnni til aðstoðar við framkvæmd þeirra.
Ég tók það fram í 25 ára yfirlitinu í skýrslu 1921 —
22, að ég hefði látið flest stórmál, er snerta hina líf-
træðilegu hlið sjóveiða vorra til mín taka; því hefi ég
°9 haldið áfram síðan, líka vegna stöðu minnar sem
^eðstjórnarmaður >Fiskifélags íslands*, er ég hefi
verið síðan 1913. Flest þeirra stórmála, er voru efst á
baugi um það leyti, er ég hóf þessar rannsóknir, eins
°9 t. d. þorsknetabrúkun og áhrif hvalveiðanna á síld-
veiðarnar, eru nú úr sögunni, en síldveiðabann með
®nYrpinót á fjörðum lifir enn — á pappírnum — en upp
hefir risið nýtt bannmál í stað hinna: dragnótabannið
sem nú er í algleymingi. Ég hefi ekki síður látið þetta
ytél til mín taka en önnur veiðibannlög og lét, sam-
^væmt ósk stjórnarráðsins, álit mitt á því uppi í skýrslu
') On the Age and Growth of the Cod ... in Icelandic Waters,
edd. fra Kommissionen for Havundersogelser, 1923, ’25 og '29.