Andvari - 01.01.1937, Page 68
64
Mídas konungur vorra tíma
Andvari
land til skaðabóta, er námu hærri upphæð en unnt var
að greiða í gulli, var úrskurður felldur um það, að í við-
skiptum sínum við Bandamenn skyldi það hafa hagstæðan
en þeir óhagstæðan verzlunarjöfnuð. Sér til mikillar
skelfingar komust Bandamenn að raun um, að án þess
að vita af, höfðu þeir eflt hag Þjóðverja með því að
örva utanríkisverzlun þeirra. Við þessi almennu rök
bætast önnur sérstaklegri. Þýzkaland framleiðir ekkert,
sem Bandamenn geta ekki framleitt, og samkeppni Þjóð-
verja kom sér hvarvetna illa. Englendingar þurftu síður
en svo á þýzkum kolum að halda, þegar þá vantaði
kaupendur að sínum eigin kolum. Frakkar þurftu ekki á
þýzkum járn- og stálvörum að halda, þegar þeir voru
að efla sína eigin járn- og stálframleiðslu, eftir að hafa
fengið í sínar hendur járnnámurnar í Lothringen, Og svo
framvegis. Bandamenn voru þannig staðráðnir í að gera
tvennt í einu: að refsa Þýzkalandi með því að láta það
greiða skaðabætur og jafnframt að meina þeim að greiða
þær á nokkurn sérstakan hátt.
Gegn þessu brjálæði var gripið til þeirra ráða, er voru
sannkallað óðs manns æði. Bandamenn ákváðu að lána
Þýzkalandi það, sem Þýzkaland átti að greiða. En það
var sama sem þeir segðu: Við getum ekki sleppt þér
við skaðabæturnar, því að þær eru réttlát refsing fyrir
syndir þínar. Hins vegar getum við ekki leyft þér að
greiða skaðabæturnar, því að það mundi ríða iðnaði
okkar að fullu. Þess vegna viljum við lána þér peninga,
auðvitað gegn því, að þú endurgreiðir það, sem við lán-
um þér. Á þann hátt höldum við fast við stefnu okkar
í málinu, án þess að vinna okkur tjón með því. Um þiH
verðskuldaða tjón er það að segja, að við vonum, að
með þessu sé því aðeins slegið á frest.
En þessi lausn var auðsjáanlega aðeins skammgóður