Andvari - 01.01.1937, Side 88
84
Hvernig skapast kvæöi og sögur?
Ándvari
Það er nú fyrst og fremst frá minni hálfu að segja:
að ég hefi engin kvæði að bera fyrir mig, sem í nokkurn
samjöfnuð fái komizt við þjóðsöng Frakka eða Hrafninn
eftir Poe. Það sætir alls engum tvímælum, hvernig mið-
lungskvæði verður til, eða þau, sem þar eru fyrir neðan.
I öðru lagi: þó að ég færi að masa um mig og mín
andlegu börn, get ég eigi sannað mál mitt með neinu
móti. Skæðar tungur geta orðið á lofti og sagt mig
ljúga hverju orði, sem ég kynni að segja um það, hvernig
ég færi að í eitt skipti eða annað, þegar mér verður ljóð
á munni.
Áður en ég hætti mér út á þenna hála ís, til útlist-
unar, vil ég drepa á samtal, sem ég átti eitt sinn við
Hannes Hafstein. Eg spurði hann, svo sem kunnugan
erlendum merkisskáldum, hvort það væri eigi til merkis
um, að skáld væri smáskáld, ef því væri nauðugur einn
kostur að leggja sig í bleyti, til þess að geta þó eitt-
hvað samið. Hannes Hafstein svaraði á þá leið, að sum
stórskáld yrði að haga sér þannig, sum þyrfti þess eigi,
það gengi svona upp og ofan. Eg togaði það út úr honum,
að hann væri stundum fljótur að gera kvæði, t. d. kvaðst
hann hafa ort Skarphéðinn í brennunni á einni kveld-
vöku. En heyrt hefi ég, að hann hefði verið lengi með
sum kvæðin, sem hann gerði á efri árum æfi sinnar, t. d.
hið mikla kvæði um Jón Sigurðsson.
Gera má ráð fyrir því, að þau skáld hafi verið lengi
að yrkja, sem lítið liggur eftir, t. d. Grímur Thomsen.
Um mesta myndhöggvara þjóðar vorrar veit ég það, að
hann er lengi að skapa myndir sínar, stundum gengur
hann með þær heilt ár eða lengur. Stundum hættir hann
alveg við mynd í miðju kafi. Það er á þvílíkan hátt all-
skiljanlegt, að ljóðaskáld eða þá smásöguhöfundur verði
að sætta sig við það, að sál skáldsins gangi með kvæðis-