Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 96
92
Hvernig skapast kvæði og sögur?
Andvari
smíðaði úr þessum efnivið Brand og Gamla heyið. Þarna
er sá kjarni sögunnar, sem lífið lagði mér upp í lúkurnar.
Sagan Náftmál (Lilja á Klöpp) er þannig til komin, að
kona ein var á ferli árum saman, sem var naumlega
með réttu ráði. Hún fór um sveitir og þó jafnan milli
ákveðinna bæja, fálát en »fróm«, nálægt þjóðvegi. Hraun
eru í þessu héraði, og í einum helli, nálægt alfaraleið,
eru mannabein frá ómunatíð. Lilja frá Klöpp (bæjarnafnið
getur táknað harðangur lífsins) lýkur æfidegi sínum í
hellisskúta, á köldu kveldi, — svo sem sú mannvera
mundi hafa gert, sem beinin í hellinum vitna um, og munu
vera af einstæðingi. Þessi kona mundi á æskualdri hafa
orðið fyrir vonbrigðum í ástamálum, varð síðan viðutan.
Nafnið Lilja er valið til að tákna fölva, sem bendir til
sölnunar — sú hin föla. — Hún er frá Klöpp. Með
því bæjarnafni er táknaður sá harðangur, sem lífið lét
henni í té. Hún verður úti — við þjóðveginn. Himnesk
fegurð kveldsins: náttmáladýrðin sjálf, sér um útför
hennar, í helli, sem geymir bein — líklega einstæðings,
sem mannfélagið úthýsti. — Sú saga er þannig hugsuð.
Stundum er smásaga »gerð út í loftið* þannig, að hún
er hliðstæð við atburði lífsins, þ. e. a. s. gæti hafa gerzt.
Saga mín Skúraskin á að vera til dæmis um þau átök,
sem oft verða milli húsfreyju og bónda í sveit út af
innanhúss- og utanbæjarmálum. Hvort um sig, hjónanna,
vill skara eld að sinni köku, hvorugt skilur til fulls
örðugleika hins né þá nauðsyn, sem kallar að, sitt á
hvað. Stundum verða orðasennur út af þeim atriðum.
En oftar en hitt verður þurraþóf úr og þagnarkuldi og ó-
gleði; stundum sættir, og þá því aðeins, að vel sé haldið
á málinu, frá hálfu annars hvors, eða þá beggja.
I svona dæmi um ágreining hjóna, sem getur orðið
alvarlegur og margþættur, er mjög auðvelt að láta skilnað