Andvari - 01.01.1937, Qupperneq 102
98
ísland í norrænum sögunámsbókum.
Andvari
átt er við, eru varðveittar í Landnámabókum. Þar eru
nefndir um 400 landnámsmenn, en því miður eru þeir
minni hlutinn, sem sagt er um, hvaðan komu. Viðfangs-
efnið hefur því einnig orðið deilumál. Margir fræðimenn
hafa enda haldið, að hér um bil helmingur þeirra hafi
komið frá Bretlandseyjum. En jafnvel þótt við reiknum
með því, sem er sennilegra, að meiri hluíi landnemanna
á íslandi hafi fæðzt og alizt upp í Noregi, skortir þekk-
ing á hinu, að hve miklu Ieyti þeir hafa tilheyrt þeim,
kynþáttum, sem síðar mynduðu þjóðríkið norska. Það er
engin ástæða til að halda, að Noregur hafi verið lokað
land fyrir innflytjöndum snemma á víkingaöld og aldirnar
næst þar á undan. I kvæðinu Vnglingatali er Eysteinn
konungur á Vestfold kallaður gauzkur jöfur, og gera
verður ráð fyrir, að vald hans í ókunnu landi hafi stuðzt
við fylgdarlið frá Gautlandi. í byrjun 9. aldar heyrist
ennfremur hjá samtíðar-annálsriíara um yfirráð »Dana-
konunga« í Noregi sunnanverðum. Liggur þá ekki afar-
nærri að trúa, að þau yfirráð hafi byggzt á innflutningi
og búsetu danskra manna norðan Jótlandshafs? — Það
er fullkunnugt mál, að herkonungar víkingaaldar höfðu
opin augu fyrir mikilvægi yfirráðanna á verzlunarleiðun-
um. Þess vegna væri það merkilegt, ef hinir voldugu
drottnar við Jótlandshaf hefði ekki haft áhuga fyrir fjöl-
förnustu leiðinni norður á bóginn og reynt að vinna sér
ítök, sem gefið hefði vald yfir henni, — með stofnun
nýlendna á vesturströnd Noregs. Og svo virðist, sem út-
flytjendur úr Noregi á dögum Haralds hárfagra hafi
kallað mál sitt »danska tungu*. Að minnsta kosti gerðu
niðjar þeirra á íslandi það.
Það er því langt frá að vera ósennilegt, að álitlegur
hluti íslenzkra landnámsmanna hafi verið af dönskum
ættum, enda þótt þeir kæmi frá Noregi. Þó nokkur