Andvari - 01.01.1937, Page 111
Andvari
ísland í norrænum sögunámsbókum.
107
stöðuga hnignun menningarinnar frá því um 1400 og
fram á vora daga. íslendingar hafa þar víst, ef á heild-
úta er litið, ekki dregizt aftur úr frændunum á megin-
landinu. Rúmri öld á undan Norðmönnum fengu þeir t.
d- fyrstu prentsmiðju sína. (Jpp frá því hefur bókmennta-
iðja þeirra verið allmerkileg og einkennilega mikil að
vöxtum, miðað við, hve þjóðin er smá.
í þessu sambandi er ekki úr vegi að nefna, að Islend-
ingar eiga hlutdeild í tveimur heimsfrægum mönnum;
teim Bartel Thorvaldsen og Niels Finsen, sem báðir
áttu íslenzka feður. Fram hjá þessu ganga flestir danskir
námsbókarhöfundar þegjandi; stundum er meira að segja
iögð á það sæmileg áherzla, að þeir hafi verið danskir
að þjóðerni. T. d. eru taldir upp í kennslubók 16 rit-
höfundar og vísindamenn, þar á meðal Níels Finsen, og
aðeins um hann sérstaklega tekið fram, að hann hafi
verið danskur.
Að lokum skal bent á það, að í sögunámsbókum á
Norðurlöndum er yfirleitt talað um ísland af góðvild;
sérstaklega er hún áberandi í norsku kennslubókunum.
Einnig ber að bæta því við, að nokkrir höfundanna fara
7~ eins langt og efni þeirra nær — laukrétt með sögu
Islands og til fyrirmyndar.
Reykjavík, 26. marz 1936.