Andvari - 01.01.1880, Side 8
2
Æíi
Á öndverðri 19. öld bjó á Eyri við Arnarfjörð
(Kafnseyri) maður, er yigurður hjet, og var hann þar
aðstoðarprestur hjá Jóni presti íSigurðssyni, föður sínum.
Síra Sigurður var prestvígður 1802') og var hann þá
26 ára að aldri; hann var kvongaður og átti konu þá,
er |>órdís hjet, Jónsdóttir, prófasts á Holti í Önundar-
firði, Ásgeirssonar og var hún þrem árum eldri en hann.
Svo er mælt, að Sigurður prestur hafi eigi þótt neinn
sjerlegur gáfumaður og heldur stirður í lund, en hann
var kjarkmikill og alvörugefinn, trúmaður mikill og
skyldurœkinn í öllu; iðjumaður var hann hiun mesti
og búnaðist vel. Skólalærdómi sínum hjelt hann mikið
vel við, en að öðru leyti var hann eigi neinn sjerlegur
frœðimaður. fórdís kona hans var góð kona og hafði
orð á sjer fyrir að vera einkar vel viti borin. [>au hjóu
munu hafa gipzt skömmu eptir að Sigurður prestur
vígðist, en mörg ár liðu svo, að þeim varð eigi barna
auðið.
Vorið 1811 er inælt, að Sigurður prestur hafi eitt
sinn verið staddur á ferð; kom þá sendimaður til hans
heirnan að, og sagði honum, að kona lians væri lögzt á
sæng; reið hann þá heim svo hvatlega, að samferðamaður
hans gat eigi fylgt honum; og er heim kom, varð hann
glaður við, er kona hans var búin að ala sveiubarn;
þetta var hinn 17. dag júnímánaðar; baru þetta var
skömmu síðar skírt, og látið heita Jón eptir öfum
sínum. Jón Sigurðsson ólst síðan upp í foreldra-
húsum og vandist þar við alla vinnu, sem venja er til
í sveitum; höfum vjer heyrt þess getið, að hann hafi á
námsárum sínum legið í fiskiveri utan til í Arnarfirði,
og sótt þaðan sjó; er svo mælt, að síra Sigurður hafi
verið þar með honum, og hati hann riðið heim á laugar-
‘) Hann fjekk 18'Z1 brauðið eptir föður sinn látinn og varð
síðan prófastur í Vestur-ísafjarðarprófastsdœmi.
\ V \\ \ , ’ 1 V v ■ ' ■