Andvari - 01.01.1880, Page 11
Jóns Sigurðssonar.
5
íslenzkir námsmenn í Kaupmannaliöfn áttu fundi með
sjer, til að rœða ýms almenn mál, og kölluðu þá alþing;
fundir þessir böfðu töluverð áhrif á þá, og munu hafa
orðið tilefni til þess, að Fjölnir ^fór að koma út; áttu
ýmsir ágætir menn þátt í honum og var hann ritaður
af sjerlegri snilld, frelsisást og framfarahug; hann hafði
hin mestu áhrif á alla hina yngri kynslóð, og vakti hjá
mörgum manni sterka þjóðernistilfinning og áhuga á
almennum málum; en við meðferð þeirra hætti þeim, er
fjörmestir vóru, við, að fara meir eptir tilfinningum
sínum en rólegri íhugun. ./j-’n > -( í •/,
Kristján konungur hinn áttundi hafði kynni nokkur
af íslenzkum bókmenntum og var íslandi velviljaður;
jafnskjótt sem liann var kominn til ríkis átti Jón Sig-
urðsson hlut í því, að íslendingar þeir, er í Kaupmanna-
höfn vóru, fœrðu honum heillaóskir sínar og báðu hann
þá um, að verzlunarfrelsi væri aukið, latínuskólinn
endurbœttur og prestaskóli stofnaður, læknum fjölgað,
og einkum, að fulltrúaþing væri sett á Islandi sjálfu.
Tók konungur þessu vel, ákvað skömmu síðar, að endur-
reisa skyldi alþing og bœta skólann. Nú þótti Jóni
nauðsyn bera til, að rœða og rita sem rœkilegast um
málefni íslands, eu þeir, er fyrir Fjölni rjeðu um þessar
mundir, vildu heldur leiða það hjá sjer, og fremur hugsa
um, að útbreiða almennan fróðleik, glœða fegurðar-ti!-
finning manna og kenna þeim að vanda mál sitt. Fyrir
því tók Jón það ráð, að liann fjekk nokkura landa sína í
lið með sjer, til að gefa út nýtt ársrit. Fyrsti árgangur
þess kom út 1841 og lijet Ný Fjelagsrit., Af þeim
komu síðan út 30 árgangar, hinn síðasti árið 1873 og
hefir Jón ritað í þau manna mest og ávallt ráðið
stefnu þeirra. í formálanum fyrir þeim segir, að það
sje tilgangur ritanna, að lífga hið andlega líf þjóðarinnar,
og vekja áhuga hennar á nytsamlegum störfum og um-
hyggju fyrir hinni komandi tíð, og um leið leitaát við