Andvari - 01.01.1880, Page 12
6
Æfi
að efla þekkingu manna á hinum alþjóðlegu málefnum,
og leiðbeina dómum þeirra um þau, eptir því sem kostur
væri á. í ritunum átti því að eins að hafa gagn ís-
lands fyrir augum, og gjöra að umtalsefni einungis
það, sem beinast átti við á íslandi, en láta heldur mœta
afgangi það, sem einungis væri fróðlegt eða skemmtilegt.
J>ess er áður getið, að Jón hætti við málfrœðisnám
sitt, og ætlum vjer, að því hafi eingöngu valdið það, að
hann var orðinn gagntekinn af áhuga á, að láta til sín
taka í málefnum íslands, og koma svo miklum góðum
framkvæmdum til leiðar, sem honum var auðið. Hann
hefir öðlazt mikla frœgð sem merkilegur vísindamaður;
og þegar litið er á, með hverju kappi hann frá upphafi
stundaði þau vísindi, er hann lagði fyrir sig, þá mætti
svo virðast, sem afskipti hans af stjórnarfyrirkomulagi
íslands og öðrum almennum málum hafi verið sem
óviðkomandi efni, er hann hafi leiðzt út í. En vjer
ætlum, að það sje eigi rjett skoðað, og að hitt hafi
fremur verið, að það, sem hann frá upphafi hafði
mestan hug á, hafi verið, að koma fram sem fram-
kvæm darmaður í lífinu, íslandi til gagns. Brennandi
ættjarðarást og fjörmikill framkvæmdahugur var það,
sem öllu fremur bjó honum í brjósti; og ætlum vjer, að
hann upphaflega hafi farið að stunda sögu íslands eigi
svo mjög vegna hennar sjálfrar, sem til þess, að geta
þekkt frá rótum hvert málefni, og talað um þau af meiri
kunnugleik, en aðrir menn. Að öðru leyti hafði hann
einnig uppeldi sitt af þeim vísindalegu störfum, er hann
lagði fyrir sig, og gat framan af búizt við, að þau
mundu mæla með sjer til að fá fasta stöðu. Tók skóla-
stjórnarráðið um þær mundir eigi mikið tillit til þess,
hvort menn höfðu tekið embættispróf eða eigi, ef þeir
á annan hátt höfðu sýnt góða kunnáttu.
Jón Sigurðsson hafði marga þá kosti til að bera,
er öðrum fremur gjörðu hann hœfan til að koma miklu