Andvari - 01.01.1880, Page 16
10
Æfi
getið; tók konungur svo í málið, að hann ákvað 7.júní
1840, að latínuskólann skyldi flytja til Reykjavíkur og
endurbœta um leið, og að sjerstakan prestaskóla skyldi
stofna. En stjórninni reis hugur við kostnaði þeim, er
þetta mundi hafa í för með sjer, og var þess eigi
örvænt, að málið mundi dragast, þangað til annað ráð
yrði tekið. Árið 1842 ritaði Jón Sigurðsson greinilega
ritgjörð um skólamálið; fer hann þar mörgum orðum
um, hve menntun og kunnátta sje áríðandi, og hve nauð-
synlegt sje, að almenningur láti það mál,til síntaka; jafn-
framt skýrirhannfráhinumhelztutillögumsínum í því efni,
að barnaskólar sjeu settir í sjóþorpum, að 4 búnaðarskólar
sjeu settir á stofn, að latínuskólanum sje skipt í 6 bekki og
kennslan aukin að því skapi; að gagnfrœðakennsla sje
sameinuð latínuskólanum; að á prestaskólanum sje auk
guðfrœðinnar kennd heimspeki, og stúdentum ætlað að
vera þar í 3 ár. Að öðru leyti hjelt hann því fram, að
latínuskólinn væri fiuttur til Reykjavíkur og presta-
skólinn settur þar. Á þinginu 1845 kom Jón fram með
bœnarskrá um skólamálið, og var þar auk annars óskað
kennslu á íslandi í læknisfrœði og lögfrœði; konungs-
fulltrúi og forseti mæltu á móti henni, og þingmönnum
mörgum þótti djúpt tekið í árinni, en þó komst málið
fram að nokkuru, enda var fyrir næsta þing búið að
endurbœta latínuskólann og setja prestaskólann á stofn;
og merkilegt er að sjá, hvernig margar af hugmyndum
Jóns í máli þessu hafa smámsaman rutt sjer meir og
meir til rúms, þótt hann hafi lítið hlutazt til um það
síðan, að undantekinni kennslunni í læknisfrœði.
Fjárhag landsins þótti Jóni snemma nauðsyn
bera til að gefa gaum að. Var tilefni til þess tvennt;
það fyrst, að skólinn hafði að nokkuru leyti sjerstakan
sjóð og var það haft á móti því, að hann yrði endurbœttur
og prestaskólinn stofnaður, að sjóðurinn stœðist eigi
kostnaðinn; en Jón leiddi rök að því, að ef reikningur