Andvari - 01.01.1880, Síða 18
12
Æfi
Eigi máttu aðrir hafa verzlun þar, en þegnar Dana-
konungs, nema með þeim kostum, er þóttu frágangssök
t. d. að borga 50 rd. fyrir hverja lest skipsins; og
danskir kaupmenn máttu þó eigi flytja vörur frá Islandi
beint á útlenda markaði, eða þaðan til íslánds, nema
gegn töluverðu gjaldi; allar vörur innlendar og útlendar
urðu fyrst að ganga til Danmerkur, svo að hún nyti
hagnaðarins, en kostnað þann, er af þessu leiddi, urðu
kaupmenn að leggja á verzlunina. Á verzlun lausa-
kaupmanna lágu mildl bönd. Löggiltir verzlunarstaðir
vóru fáir, og veitti jafnan erfitt, að fá þeim Qölgað.
Jón sýndi glöggt fram á það af sögu landsins, að verzl-
unin hafi jafnan verið hið mesta nauðsvnjamál þess, og
að svo hafi mátt heita, að komið hafi verið við lífæð
allrar velmegunar í landinu, í hvert skipti sem nokkur
bönd hafi verið lögð á hana; jafnframt skýrði hann frá
skoðunum hinna yngri hagfrœðinga um eðli frjálsrar
verzlunar; ritaði hann greinilega ritgjörð um þettá í 3.
ári Fjelagsritanna og hjelt því fram, að nauðsyn bæi'i
til, að losa öll bönd af verzluninni, svo að hún yrði
landsmönnum sem arðmest; fylgdi hann máli þessu af
miklu kappi, en það mœtti, sem vænta mátti, mikilli
mótspyrnu, þar eð Danmörk hafði eigi að eins í lioild
sinni allmikinn arð af verzlun Islands, heldur snerti
það og beinlínis hag ýmsra atkvæðamanna í Kaup-
mannahöfn. fcssutan vóru ýmsir hleypidómar meðal
nokkurra manna á íslandi, svo sem það, að aðflutningar
mundu verða svo óvísir, að búast mætti við vöruskorti,
enn þá optar en áður var, og þaraf leiðandi hungri og
mannfelli. Meðal afmennings á íslandi hefir lengi
verið kurr til kaupmanna, en Jón sýndi fram á, að
þeim væri eigi um að kenna, þótt lögunum væri ábóta-
vant, og að þeim væri sjálfum mikið mein að takmörk-
unum þeim, er á lágu. Fyrir því vildi hann, að
bœnarskrár manna væru orðaðar svo, að kaupmenn gætu