Andvari - 01.01.1880, Page 19
Jóns Sigurðssonar.
13
skiifað undir þær með bœndum. Til hins fyrsta alþingis
komu bœnarskrár um verziunarfrelsi með 2253 nöfnmn
undir. Alþing óskaði hins sama hvað eptir annað
með miklum atkvæðafjölda, og svo þjóðfundurinn 1851.
Var Jón þá framsögumaður í málinu, og leitaðist að
öðru leyti við, á hvern hátt sem hann gat, með rœðum
og ritgjörðum og áhrifum á danska ríkisþingsmenn að
koma því áleiðis. Tókst það svo, að 1854 vóru loksins
losuð fulikomiega þau bönd, er legið höfðu á verzluninni
í meir en hálfa þriðju öld, og leitt höfðu hinar mestu
hörmungar yfir land og lýð.
Læknaskipunarmálið var eitt af því, sem Jón
veitti sjerlega eptirtekt. Fram fylgdi hann þeirri skoðun
þegar á hinum fyrstu alþingum, að til þess að landið
gæti fengið svo marga lækna, sem nauðsyn var á, þá
þyrfti fyrst að komast á innlend læknakennsla; ^rir
því vildi hann leggja niður spítala þá, er þá vóru í
hverjum landsfjórðungi og safna tekjum þeirra í einn
sjóð; vildi hann svo reisa einn spítala í Reykjavík og
setja þar tvo kennara í læknisfrœði, og að því búnu
skyldi með tímanum Qölga læknum svo, að einn
yrði í hverju lijeraði; fylgdi hann máli þessu jafnan
með miklum áhuga og ritaði um það meðal annars
1862. Eins og kuunugt er, heíir Dr. Hjaltalín haldið
að mestu fram sömu stefnu, og málið komst loksins
fram að öllu samkvæmt hinum upphafiegu tillögum
Jóns.
Stjórnarmál íslands er það mál, sem mest er
tengt við nafn Jóns. í hinum fyrstu ritgjörðum sínum
um alþing lýsti hann þeirri skoðun, að landsstjórnin
þyrfti að dragast saman á einn stað (í Reykjavík) og
fá meira vald en áður var, en að svo stöddu var eigi
kostur á að fram fylgja þessu. En innan skamnjs urðu
þau stórtíðindi, er höfðu hina mestu þýðingu fyrir
stjórnarmálefni íslands. í janúarmánuði 1848 dó